Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2021 10:44 Sveiflur hafa verið á framboði leiguhúsnæðis vegna áhrifa heimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var fyrir hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Fjallað er um niðurstöðurnar í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildarinnar en heilt yfir sögðust 10,5 prósent svarenda greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum í leigu. Samsvarar þetta þúsundum heimila í landinu. Um 27 prósent svarenda sögðust greiða um helming eða meira af ráðstöfunartekjum í leigu. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Samkvæmt skýrslu HMS hækkar almennt hlutfall leigufjárhæðar af ráðstöfunartekjum lítillega milli ára og fer úr 44 prósentum í 45 prósent. Árin á undan hafði hlutfallið verið í kringum 40 prósent. Niðurstöður úr könnun Prósents sem unnin var fyrir hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.HMS Að sögn hagdeildar HMS gæti þetta einnig verið til marks um það að tekjuhærri einstaklingar hafi náð að kaupa sér húsnæði eftir að vextir lækkuðu. Í því samhengi mátti einmitt greina versnandi fjárhag leigjenda á milli ára í fyrra en hins vegar virðist hann batna nú miðað við könnunina í ár. Um 49,7 prósent leigjenda, 18 ára og eldri, segjast fá greiddar húsnæðisbætur. Þetta samsvarar hækkun um 1,6 prósentustig á milli ára. Nýjum þinglýstum leigusamningum fækkar Samkvæmt greiningu hagdeildar HMS hélt þinglýstum leigusamningum áfram að fækka í ágúst miðað við 12 mánaða breytingu á fjölda útgefinna samninga í hverjum mánuði. Ánægja með leiguhúsnæði stendur nánast í stað milli ára samkvæmt könnun HMS. Að sögn hagdeildarinnar er áberandi hvað leigjendur hjá einkareknu leigufélögunum og þeir sem leigja hjá sveitarfélögum eru óánægðir í samanburði við aðra. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnu leigufélagi og hjá ættingjum og vinum eru mun ánægðari með íbúðarhúsnæði sitt en aðrir. Hversu auðvelt leigjendum fannst að verða sér úti um núverandi húsnæði lækkar örlítið á milli ára að meðaltali eftir að hafa hækkað í öllum könnunum sem framkvæmdar hafa verið síðan 2015. Meðaltalið er hins vegar enn sögulega hátt en hlutföllin í ár eru á pari við svörun í könnuninni sem framkvæmd var á sama tíma árið 2019. Að sama skapi minnkar hlutfall þeirra sem telja að nægt framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu. Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var fyrir hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Fjallað er um niðurstöðurnar í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildarinnar en heilt yfir sögðust 10,5 prósent svarenda greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum í leigu. Samsvarar þetta þúsundum heimila í landinu. Um 27 prósent svarenda sögðust greiða um helming eða meira af ráðstöfunartekjum í leigu. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Samkvæmt skýrslu HMS hækkar almennt hlutfall leigufjárhæðar af ráðstöfunartekjum lítillega milli ára og fer úr 44 prósentum í 45 prósent. Árin á undan hafði hlutfallið verið í kringum 40 prósent. Niðurstöður úr könnun Prósents sem unnin var fyrir hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.HMS Að sögn hagdeildar HMS gæti þetta einnig verið til marks um það að tekjuhærri einstaklingar hafi náð að kaupa sér húsnæði eftir að vextir lækkuðu. Í því samhengi mátti einmitt greina versnandi fjárhag leigjenda á milli ára í fyrra en hins vegar virðist hann batna nú miðað við könnunina í ár. Um 49,7 prósent leigjenda, 18 ára og eldri, segjast fá greiddar húsnæðisbætur. Þetta samsvarar hækkun um 1,6 prósentustig á milli ára. Nýjum þinglýstum leigusamningum fækkar Samkvæmt greiningu hagdeildar HMS hélt þinglýstum leigusamningum áfram að fækka í ágúst miðað við 12 mánaða breytingu á fjölda útgefinna samninga í hverjum mánuði. Ánægja með leiguhúsnæði stendur nánast í stað milli ára samkvæmt könnun HMS. Að sögn hagdeildarinnar er áberandi hvað leigjendur hjá einkareknu leigufélögunum og þeir sem leigja hjá sveitarfélögum eru óánægðir í samanburði við aðra. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnu leigufélagi og hjá ættingjum og vinum eru mun ánægðari með íbúðarhúsnæði sitt en aðrir. Hversu auðvelt leigjendum fannst að verða sér úti um núverandi húsnæði lækkar örlítið á milli ára að meðaltali eftir að hafa hækkað í öllum könnunum sem framkvæmdar hafa verið síðan 2015. Meðaltalið er hins vegar enn sögulega hátt en hlutföllin í ár eru á pari við svörun í könnuninni sem framkvæmd var á sama tíma árið 2019. Að sama skapi minnkar hlutfall þeirra sem telja að nægt framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu.
Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16