Innlent

Bein út­sending: Opinn fundur undir­búnings­nefndar fyrir rann­sókn kjör­bréfa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa og Landskjörstjórn funda á nefndarsviði Alþingi. Birgir Ármannsson er formaður nefndarinnar.
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa og Landskjörstjórn funda á nefndarsviði Alþingi. Birgir Ármannsson er formaður nefndarinnar. Vísir/Vilhelm

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa kemur saman á opnum fundi á skrifstofu Alþingis í dag. Fundinum er streymt beint á vef Alþingis og má sjá að neðan.

Nefndinni er ætlað að fjalla um þær tólf kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar nýafstaðinna þingkosninga í Norðvesturkjördæmi.

Streymið má sjá að neðan.

Þeir þingmenn sem sæti eiga í nefndinni eru:

Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Birgir Ármannsson, Vilhjálmur Árnason og Diljá Mist Einarsdóttir.

Fyrir Framsókn: Líneik Anna Sævarsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fyrir Vinstri græn: Svandís Svavarsdóttir.

Fyrir Flokk fólksins: Inga Sæland.

Fyrir Samfylkinguna: Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Fyrir Pírata: Björn Leví Gunnarsson.

Viðreisn og Miðflokkur fengu ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa en kjörbréfanefndin er skipuð út frá þingstyrk flokkanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×