Fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir árásarmanninum í Kongsberg Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 11:19 Espen Andersen Bråthen er 37 ára gamall. Hann sést hér á skjáskoti úr myndbandi frá 2017. Héraðsdómstóll í Buskerud í Noregi úrskurðaði karlmann á fertugsaldri í fjögurra vikna gæsluvarðhald í morgun vegna fjöldamorðsins í Kongsberg á miðvikudag. Maðurinn verður látinn sæta einangrunarvist fyrstu tvær vikurnar. Espen Andersen Bråthen, 37 ára gamall danskur karlmaður, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en önnur fórnarlömb hans fundust inn á heimilum. Bråthen, sem var ekki viðstaddur þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, verður bannað að senda og taka á móti bréfum og að fá heimsóknir á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Þá verður hann í fjölmiðlabanni, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Hann verður látinn gangast undir geðrannsókn. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að Bråthen hafi verið yfirheyrður tvisvar en óljóst sé hvort hann verði talinn sakhæfur. Æskuvinur hans er sagður hafa varað lögreglu við því að hann gæti verið hættulegur öðrum fyrir fjórum árum. Þá er hann sagður hafa verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur ættingjum sínum eftir að hann hótaði að drepa annan þeirra í fyrra. Lögfræðingur lögreglunnar greindi frá því að Bråthen hefði verið færður á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Árásin hófst í verslun Coop Extra í miðborg Kongsberg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Bråthen. Hann skaut þá að þeim með boga og örvum. Náði hann að komast undan lögreglumönnunum en var handtekinn um hálftíma síðar. Lögregla telur að hann hafi framið flest eða öll morðin eftir að hann flúði fyrst undan lögregluþjónunum. Ole Bredrup Sæverud, lögreglustjóri í suðausturumdæmi, segir að mögulega muni lögreglan tilkynna sjálfa sig eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Komi fram upplýsingar sem bendi til þess að rannsaka þurfi aðgerðir lögreglu í málinu verði þeim komið áleiðis. Lögregluþjónar skutu viðvörunarskotum að Bråthen. Algengt er að eftirlitsnefnd taki mál til rannsóknar í slíkum tilfellum. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Espen Andersen Bråthen, 37 ára gamall danskur karlmaður, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en önnur fórnarlömb hans fundust inn á heimilum. Bråthen, sem var ekki viðstaddur þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, verður bannað að senda og taka á móti bréfum og að fá heimsóknir á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Þá verður hann í fjölmiðlabanni, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Hann verður látinn gangast undir geðrannsókn. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að Bråthen hafi verið yfirheyrður tvisvar en óljóst sé hvort hann verði talinn sakhæfur. Æskuvinur hans er sagður hafa varað lögreglu við því að hann gæti verið hættulegur öðrum fyrir fjórum árum. Þá er hann sagður hafa verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur ættingjum sínum eftir að hann hótaði að drepa annan þeirra í fyrra. Lögfræðingur lögreglunnar greindi frá því að Bråthen hefði verið færður á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Árásin hófst í verslun Coop Extra í miðborg Kongsberg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Bråthen. Hann skaut þá að þeim með boga og örvum. Náði hann að komast undan lögreglumönnunum en var handtekinn um hálftíma síðar. Lögregla telur að hann hafi framið flest eða öll morðin eftir að hann flúði fyrst undan lögregluþjónunum. Ole Bredrup Sæverud, lögreglustjóri í suðausturumdæmi, segir að mögulega muni lögreglan tilkynna sjálfa sig eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Komi fram upplýsingar sem bendi til þess að rannsaka þurfi aðgerðir lögreglu í málinu verði þeim komið áleiðis. Lögregluþjónar skutu viðvörunarskotum að Bråthen. Algengt er að eftirlitsnefnd taki mál til rannsóknar í slíkum tilfellum.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira