Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 12:11 Formenn ríkisstjórnarflokkana þriggja funda um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. „Mér finnst allavega að við þurfum ekki að rökstyðja hvers vegna við eigum að hafa frelsi á Íslandi. Við erum með sóttvarnalög til að takmarka þau ef það er og það þurfum við að rökstyðja, en ekki hið eðlilega, venjulega ástand,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun þar sem stjórnarmyndunarviðræður fara fram í dag. Hann segist styðja afléttingar sóttvarnatakmarkana, jafnvel allsherjar afléttingar. Ríkisstjórnin hafi verið að fylgjast með þróun takmarkana annars staðar á undanförnum vikum og í huga Sigurðar Inga sé alveg ljóst að við séum á mjög góðum stað hvað varðar faraldurinn. „Við höfum auðvitað verið að fylgjast með því sem verið er að gera annars staðar. Í mínum huga er engin spurning um að við erum á mjög góðum stað. Ef við horfum á það sem er að gerast í faraldirnum í sambærilegum löndum, þá er ég fyrst og fremst að horfa til Norðurlandanna, þá eru þau komin lengra en við og við eigum að fara þangað,“ segir Sigurður. Hann segir stjórnarmyndunarviðræður ganga ágætlega. Fyrst og fremst nýti þau tímann til að teikna upp þá mynd sem flokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn, ætli að fylgja næstu fjögur árin. „Sem er ólík þeirri sem var síðustu fjögur ár. Nýjar áskoranir eftir heimsfaraldur, takandi á þessari loftslagsvá og efla hér störf innanlands. Það eru nýjar áskoranir sem voru ekki endilega fyrir fjórum árum,“ segir Sigurður. Hann segir ríkisstjórnina á sömu línu þegar að loftslagsmálum kemur. „Já, ég held að ef þú hlustar á ræðu forsætisráðherra á Arctic Circle í gær þá var hún svar um þða hvernig við eigum að komast út úr þessum vanda.“ Fréttir um stofnun nýs innviðaráðuneytis, sem er talsvert viðameira en áður hefur verið, hafa borist undanfarið og segir Sigurður til skoðunar að stofna slíkt ráðuneyti. „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Einmitt nokkrar breytingar á stjórnkerfinu til að undirstrika þessa nýju stöðu. Eitt af því er auðvitað að fjórða stoðin í atvinnulífinu okkar er þekkingargeirinn. Hann hefur vaxið gríðarlega mikið meðal annars vegna fjárfestingarátaks núverandi ríkisstjórnar í gegn um heimsfaraldurinn. Kannski þurfum við að endurspegla stjórnkerfið betur hvað það varðar.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51 Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
„Mér finnst allavega að við þurfum ekki að rökstyðja hvers vegna við eigum að hafa frelsi á Íslandi. Við erum með sóttvarnalög til að takmarka þau ef það er og það þurfum við að rökstyðja, en ekki hið eðlilega, venjulega ástand,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun þar sem stjórnarmyndunarviðræður fara fram í dag. Hann segist styðja afléttingar sóttvarnatakmarkana, jafnvel allsherjar afléttingar. Ríkisstjórnin hafi verið að fylgjast með þróun takmarkana annars staðar á undanförnum vikum og í huga Sigurðar Inga sé alveg ljóst að við séum á mjög góðum stað hvað varðar faraldurinn. „Við höfum auðvitað verið að fylgjast með því sem verið er að gera annars staðar. Í mínum huga er engin spurning um að við erum á mjög góðum stað. Ef við horfum á það sem er að gerast í faraldirnum í sambærilegum löndum, þá er ég fyrst og fremst að horfa til Norðurlandanna, þá eru þau komin lengra en við og við eigum að fara þangað,“ segir Sigurður. Hann segir stjórnarmyndunarviðræður ganga ágætlega. Fyrst og fremst nýti þau tímann til að teikna upp þá mynd sem flokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn, ætli að fylgja næstu fjögur árin. „Sem er ólík þeirri sem var síðustu fjögur ár. Nýjar áskoranir eftir heimsfaraldur, takandi á þessari loftslagsvá og efla hér störf innanlands. Það eru nýjar áskoranir sem voru ekki endilega fyrir fjórum árum,“ segir Sigurður. Hann segir ríkisstjórnina á sömu línu þegar að loftslagsmálum kemur. „Já, ég held að ef þú hlustar á ræðu forsætisráðherra á Arctic Circle í gær þá var hún svar um þða hvernig við eigum að komast út úr þessum vanda.“ Fréttir um stofnun nýs innviðaráðuneytis, sem er talsvert viðameira en áður hefur verið, hafa borist undanfarið og segir Sigurður til skoðunar að stofna slíkt ráðuneyti. „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Einmitt nokkrar breytingar á stjórnkerfinu til að undirstrika þessa nýju stöðu. Eitt af því er auðvitað að fjórða stoðin í atvinnulífinu okkar er þekkingargeirinn. Hann hefur vaxið gríðarlega mikið meðal annars vegna fjárfestingarátaks núverandi ríkisstjórnar í gegn um heimsfaraldurinn. Kannski þurfum við að endurspegla stjórnkerfið betur hvað það varðar.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51 Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 62 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 15. október 2021 11:51
Full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga á næstunni Í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins er full ástæða til þess að horfa til frekari afléttinga sóttvarnaaðgerða á næstunni, að mati Katrínar Jakobsdóttur, starfandi forsætisráðherra. 15. október 2021 12:08
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52