Jóhann Berg og félagar enn í leit að fyrsta sigrinum 16. október 2021 16:10 Bernardo Silva skorai fyrra mark City í dag. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. Bernando Silva kom heimamönnum í City yfir strax á 12. mínútu, og staðan var því 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks. Kevin De Bruyne tvöfaldaði forystu heimamanna þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Jóhann Berg kom inn á sem varamaður á 72. mínútu, en Burnley situr nú í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins þrjú stig eftir átta leiki. Manchester City er hins vegar í öðru sæti deildarinnar með 17 stig. Enski boltinn
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. Bernando Silva kom heimamönnum í City yfir strax á 12. mínútu, og staðan var því 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks. Kevin De Bruyne tvöfaldaði forystu heimamanna þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Jóhann Berg kom inn á sem varamaður á 72. mínútu, en Burnley situr nú í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins þrjú stig eftir átta leiki. Manchester City er hins vegar í öðru sæti deildarinnar með 17 stig.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti