Loftslagsáætlun Bidens í vanda Árni Sæberg skrifar 16. október 2021 12:58 Joe Biden var harðorður í garð repúblikana á Bandaríkjaþingi í ávarpi í Hvíta húsinu í dag. AP/Evan Vucci Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. Að sögn The New York Times vinna starfsmenn Hvíta hússins nú að breytingum á fjárlagafrumvarpinu vegna andstöðu öldungadeildarþingmannsins Joe Manchin við það. Manchin er miðjumaður sem er fulltrúi Vestur-Virginíufylkis en kolaiðnaður er ríkinu mikilvægur. Sökum lítils meirihluta Demókrata á þinginu þarf forsetinn stuðning hvers einasta Demókrata til að koma frumvörpum í gegnum þingið. „Manchin hefur talað opinberlega um áhyggjur sínar af því að greiða einkafyrirtækjum peninga skattgreiðenda fyrir eitthvað sem þau eru að gera nú þegar,“ segir Sam Runyon, talsmaður Manchins, við Reuters. „Hann heldur áfram stuðningi við baráttuna gegn loftslagsbreytingum á meðan hann ver sjálfstæði Bandaríkjanna í orkumálum og tryggir stöðugleika í orkumálum,“ bætir hann við. Biden er í erfiðri stöðu Auk Manchins hefur öldungardeildarþingmaðurinn Kyrsten Sinema mótmælt eyrnamerkingu Bidens á þremur og hálfri billjón (e. trillion) Bandaríkjadala til félags- og umhverfismála. Biden þarf því að finna jafnvægi milli kostnaðar og aðgerða til þess að forðast klofning í Demókrataflokknum. Frjálslyndari þingmenn flokksins hafa farið fram á að forsetinn standi við kosningaloforð sín í umhverfismálum. Biden hefur þegar stungið upp á því að lækka fjárframlög til málaflokksins úr þremur og hálfri billjón í tvær billjónir. Bandaríkin Loftslagsmál Joe Biden Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sjá meira
Að sögn The New York Times vinna starfsmenn Hvíta hússins nú að breytingum á fjárlagafrumvarpinu vegna andstöðu öldungadeildarþingmannsins Joe Manchin við það. Manchin er miðjumaður sem er fulltrúi Vestur-Virginíufylkis en kolaiðnaður er ríkinu mikilvægur. Sökum lítils meirihluta Demókrata á þinginu þarf forsetinn stuðning hvers einasta Demókrata til að koma frumvörpum í gegnum þingið. „Manchin hefur talað opinberlega um áhyggjur sínar af því að greiða einkafyrirtækjum peninga skattgreiðenda fyrir eitthvað sem þau eru að gera nú þegar,“ segir Sam Runyon, talsmaður Manchins, við Reuters. „Hann heldur áfram stuðningi við baráttuna gegn loftslagsbreytingum á meðan hann ver sjálfstæði Bandaríkjanna í orkumálum og tryggir stöðugleika í orkumálum,“ bætir hann við. Biden er í erfiðri stöðu Auk Manchins hefur öldungardeildarþingmaðurinn Kyrsten Sinema mótmælt eyrnamerkingu Bidens á þremur og hálfri billjón (e. trillion) Bandaríkjadala til félags- og umhverfismála. Biden þarf því að finna jafnvægi milli kostnaðar og aðgerða til þess að forðast klofning í Demókrataflokknum. Frjálslyndari þingmenn flokksins hafa farið fram á að forsetinn standi við kosningaloforð sín í umhverfismálum. Biden hefur þegar stungið upp á því að lækka fjárframlög til málaflokksins úr þremur og hálfri billjón í tvær billjónir.
Bandaríkin Loftslagsmál Joe Biden Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sjá meira