Meðal hinna látnu er sex manna fjölskylda sem lést þegar heimili hennar skolaðist burt með flóði í bænum Kottayam, að sögn breska ríkisútvarpssins.
Þá segir Nandagopal Rajan, blaðamaður The Indian Express, að flóðin nái jafnvel til bæja sem aldrei hafa lent í flóðum.
One of the most terrifying flood videos from Kerala today. This is Mundakkayam town which has apparently never been inundated before. pic.twitter.com/uVjAUTfOnf
— Nandagopal Rajan (@nandu79) October 16, 2021
Í frétt The Indian Express segir að björgunarstarf hafi verið hafið í morgun og fólk flutt í fjöldahjálparmiðstöðvar en mikill fjöldi fólks hefur misst heimili sín.