Mótið fór fram í höllinni í Ciudad Real þar sem handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson réð ríkjum í mörg ár.
Sóla eins og flestir þekkja hana fékk samtals 750 stig eða fjórtán stigum meira en hin danska Rebecka Vitesson sem varð í öðru sæti. Jacqueline Dahlstrom frá Noregi var síðan þriðja með 712 stig.
Sólveig hefur verið í góðum gír á þessu ári og sýnir það með þessum frábæra árangri að hún er að bætast í glæsilegan hóp af íslenskum CrossFit konum sem eru að gera það gott á alþjóðlegum vettvangi.
Verðlaunaféð var tíu þúsund evrur eða tæplega ein og hálf milljón í íslenskum krónum.
Sólveig var í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdaginn og fyrstu fimm greinarnar. Heimastúlkan Silvia García byrjaði best.
Sólveig komst á toppinn á öðrum degi og lét það ekki eftir það. Hún var reyndar bara með tveggja stiga forskot á Rebecka Vitesson fyrir lokadaginn var en sterkust þegar úrslitin réðust.