Skandinavísk flugfélög afnema grímuskyldu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 08:39 Fjögur skandinavísk flugfélög, þar á meðal SAS, hafa afnumið grímuskyldu í flugferðum til og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. EPA/MAURITZ ANTIN Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. Farþegar á leið milli Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, sem hyggjast ferðast með SAS, Norwegian, Widerøe og Flyr geta því skilið grímurnar eftir heima frá og með deginum í dag. Þessi breyting hjá flugfélögunum var kynnt í kjölfar þess að nær öllum takmörkunum var aflétt í nágrannalöndum okkar þremur: Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Daglegum smitum og spítalainnlögnum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur og stórir meirihlutar þjóðanna þriggja þegar bólusettir. Forbes greinir frá. „Við trúum því að það sé komið að þessu miðað við smitstöðuna í landinu,“ sagði John Eckhoff, upplýsingafulltrúi SAS, í samtali við TV2 í Noregi. Grímunotkun er að sjálfsögðu valkvæð og geta þeir, sem ekki vilja sleppa grímunni, því borið hana áfram eins og víða annars staðar. En þó að grímunotkun sé orðin valkvæð um borð í vélunum er grímuskylda enn í gildi á flugvöllum sums staðar í Skandinavíu, þar á meðal á flugvellinum í Osló. Þá munu farþegar sem fljúga með þessum fjórum flugfélögum frá öðrum Evrópulöndum þurfa að bera grímuna áfram um borð, þar á meðal farþegar á leið til eða frá Færeyjum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir grímuskyldu áfram um borð í flugvélum félagsins. Koma verði í ljós hvenær breytingar verði á. Hann nefndi þó í Bítinu á Bylgjunni í morgun að sjaldgæft væri að fólk smitaðist af Covid-19 í flugvélum því þar eru loftskipti tíðari en heima í stofu. Flest flugfélög væru þó enn með grímuskyldu. Fréttir af flugi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Noregur Svíþjóð Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Farþegar á leið milli Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, sem hyggjast ferðast með SAS, Norwegian, Widerøe og Flyr geta því skilið grímurnar eftir heima frá og með deginum í dag. Þessi breyting hjá flugfélögunum var kynnt í kjölfar þess að nær öllum takmörkunum var aflétt í nágrannalöndum okkar þremur: Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Daglegum smitum og spítalainnlögnum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur og stórir meirihlutar þjóðanna þriggja þegar bólusettir. Forbes greinir frá. „Við trúum því að það sé komið að þessu miðað við smitstöðuna í landinu,“ sagði John Eckhoff, upplýsingafulltrúi SAS, í samtali við TV2 í Noregi. Grímunotkun er að sjálfsögðu valkvæð og geta þeir, sem ekki vilja sleppa grímunni, því borið hana áfram eins og víða annars staðar. En þó að grímunotkun sé orðin valkvæð um borð í vélunum er grímuskylda enn í gildi á flugvöllum sums staðar í Skandinavíu, þar á meðal á flugvellinum í Osló. Þá munu farþegar sem fljúga með þessum fjórum flugfélögum frá öðrum Evrópulöndum þurfa að bera grímuna áfram um borð, þar á meðal farþegar á leið til eða frá Færeyjum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir grímuskyldu áfram um borð í flugvélum félagsins. Koma verði í ljós hvenær breytingar verði á. Hann nefndi þó í Bítinu á Bylgjunni í morgun að sjaldgæft væri að fólk smitaðist af Covid-19 í flugvélum því þar eru loftskipti tíðari en heima í stofu. Flest flugfélög væru þó enn með grímuskyldu.
Fréttir af flugi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Noregur Svíþjóð Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira