Verðhækkanir gætu „því miður“ orðið þrálátari en vonast var til Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 11:50 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að fáir hafi búist við því að vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu jafnþrálatar og langvarandi og raun ber vitni. Tekið gæti ár að vinda ofan af vandanum. Fyrir vöruskortinum eru aðallega tvær ástæður; annars vegar hefur eftirspurn glæðst býsna hratt nú þegar faraldurinn er víða á undanhaldi og hins vegar hefur faraldurinn valdið víðtækum truflunum á alþjóðlegum framleiðsluleiðum. Þetta hefur meðal annars valdið hækkunum á vöruverði til neytenda hér á landi, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þær eru hóflegar á hefðbundinni dagvöru í búðum en orkuverð hefur hins vegar rokið upp. „Það kemur fram í verði á til dæmis flugfargjöldum, það er nokkuð sterkt tengt eldsneytisverðinu og eftir því sem þessi skortur verður útbreiddari og langvinnari og heimsmarkaðsverðið á aðföngum og endanlegum vörum hækkar meira þá eigum við eftir að sjá frekari áhrif koma fram í vörukörfunni okkar úti í búð,“ segir Jón Bjarki. Fáir bjuggust við svo sterkum sveiflum Ástandið hafi verið fyrirséð að vissu leyti. „En fáir bjuggust kannski við að sveiflurnar yrðu alveg svona sterkar og að það myndi taka jafnlangan tíma að vinda ofan af þeim eins og núna er útlit fyrir.“ Í einhverjum vöruflokkum gæti rofað til á næstu mánuðum en annars staðar gæti liðið alllangur tími þar til jafnvægi kemst á. „Og við verðum því miður á meðan að búa okkur undir að verðsveiflurnar og kannski þetta háa verð verði þrálátara en við vorum að vonast til,“ segir Jón Bjarki. „Á einstökum vöruflokkum sem þó eru ótrúlega mikilvægir, eins og þessar örflögur sem eru notaðar í svo margvíslegan tækjabúnað, þar gæti þetta tekið langt fram eftir næsta ári og sumir eru að spá að þar verði ekki komið fullkomið jafnvægi fyrr en einhvern tímann á árinu 2023.“ Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Fyrir vöruskortinum eru aðallega tvær ástæður; annars vegar hefur eftirspurn glæðst býsna hratt nú þegar faraldurinn er víða á undanhaldi og hins vegar hefur faraldurinn valdið víðtækum truflunum á alþjóðlegum framleiðsluleiðum. Þetta hefur meðal annars valdið hækkunum á vöruverði til neytenda hér á landi, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þær eru hóflegar á hefðbundinni dagvöru í búðum en orkuverð hefur hins vegar rokið upp. „Það kemur fram í verði á til dæmis flugfargjöldum, það er nokkuð sterkt tengt eldsneytisverðinu og eftir því sem þessi skortur verður útbreiddari og langvinnari og heimsmarkaðsverðið á aðföngum og endanlegum vörum hækkar meira þá eigum við eftir að sjá frekari áhrif koma fram í vörukörfunni okkar úti í búð,“ segir Jón Bjarki. Fáir bjuggust við svo sterkum sveiflum Ástandið hafi verið fyrirséð að vissu leyti. „En fáir bjuggust kannski við að sveiflurnar yrðu alveg svona sterkar og að það myndi taka jafnlangan tíma að vinda ofan af þeim eins og núna er útlit fyrir.“ Í einhverjum vöruflokkum gæti rofað til á næstu mánuðum en annars staðar gæti liðið alllangur tími þar til jafnvægi kemst á. „Og við verðum því miður á meðan að búa okkur undir að verðsveiflurnar og kannski þetta háa verð verði þrálátara en við vorum að vonast til,“ segir Jón Bjarki. „Á einstökum vöruflokkum sem þó eru ótrúlega mikilvægir, eins og þessar örflögur sem eru notaðar í svo margvíslegan tækjabúnað, þar gæti þetta tekið langt fram eftir næsta ári og sumir eru að spá að þar verði ekki komið fullkomið jafnvægi fyrr en einhvern tímann á árinu 2023.“
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira