Verðhækkanir gætu „því miður“ orðið þrálátari en vonast var til Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 11:50 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að fáir hafi búist við því að vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu jafnþrálatar og langvarandi og raun ber vitni. Tekið gæti ár að vinda ofan af vandanum. Fyrir vöruskortinum eru aðallega tvær ástæður; annars vegar hefur eftirspurn glæðst býsna hratt nú þegar faraldurinn er víða á undanhaldi og hins vegar hefur faraldurinn valdið víðtækum truflunum á alþjóðlegum framleiðsluleiðum. Þetta hefur meðal annars valdið hækkunum á vöruverði til neytenda hér á landi, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þær eru hóflegar á hefðbundinni dagvöru í búðum en orkuverð hefur hins vegar rokið upp. „Það kemur fram í verði á til dæmis flugfargjöldum, það er nokkuð sterkt tengt eldsneytisverðinu og eftir því sem þessi skortur verður útbreiddari og langvinnari og heimsmarkaðsverðið á aðföngum og endanlegum vörum hækkar meira þá eigum við eftir að sjá frekari áhrif koma fram í vörukörfunni okkar úti í búð,“ segir Jón Bjarki. Fáir bjuggust við svo sterkum sveiflum Ástandið hafi verið fyrirséð að vissu leyti. „En fáir bjuggust kannski við að sveiflurnar yrðu alveg svona sterkar og að það myndi taka jafnlangan tíma að vinda ofan af þeim eins og núna er útlit fyrir.“ Í einhverjum vöruflokkum gæti rofað til á næstu mánuðum en annars staðar gæti liðið alllangur tími þar til jafnvægi kemst á. „Og við verðum því miður á meðan að búa okkur undir að verðsveiflurnar og kannski þetta háa verð verði þrálátara en við vorum að vonast til,“ segir Jón Bjarki. „Á einstökum vöruflokkum sem þó eru ótrúlega mikilvægir, eins og þessar örflögur sem eru notaðar í svo margvíslegan tækjabúnað, þar gæti þetta tekið langt fram eftir næsta ári og sumir eru að spá að þar verði ekki komið fullkomið jafnvægi fyrr en einhvern tímann á árinu 2023.“ Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Fyrir vöruskortinum eru aðallega tvær ástæður; annars vegar hefur eftirspurn glæðst býsna hratt nú þegar faraldurinn er víða á undanhaldi og hins vegar hefur faraldurinn valdið víðtækum truflunum á alþjóðlegum framleiðsluleiðum. Þetta hefur meðal annars valdið hækkunum á vöruverði til neytenda hér á landi, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þær eru hóflegar á hefðbundinni dagvöru í búðum en orkuverð hefur hins vegar rokið upp. „Það kemur fram í verði á til dæmis flugfargjöldum, það er nokkuð sterkt tengt eldsneytisverðinu og eftir því sem þessi skortur verður útbreiddari og langvinnari og heimsmarkaðsverðið á aðföngum og endanlegum vörum hækkar meira þá eigum við eftir að sjá frekari áhrif koma fram í vörukörfunni okkar úti í búð,“ segir Jón Bjarki. Fáir bjuggust við svo sterkum sveiflum Ástandið hafi verið fyrirséð að vissu leyti. „En fáir bjuggust kannski við að sveiflurnar yrðu alveg svona sterkar og að það myndi taka jafnlangan tíma að vinda ofan af þeim eins og núna er útlit fyrir.“ Í einhverjum vöruflokkum gæti rofað til á næstu mánuðum en annars staðar gæti liðið alllangur tími þar til jafnvægi kemst á. „Og við verðum því miður á meðan að búa okkur undir að verðsveiflurnar og kannski þetta háa verð verði þrálátara en við vorum að vonast til,“ segir Jón Bjarki. „Á einstökum vöruflokkum sem þó eru ótrúlega mikilvægir, eins og þessar örflögur sem eru notaðar í svo margvíslegan tækjabúnað, þar gæti þetta tekið langt fram eftir næsta ári og sumir eru að spá að þar verði ekki komið fullkomið jafnvægi fyrr en einhvern tímann á árinu 2023.“
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira