Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2021 15:05 Ragnhildur Helgadóttir er nýlega tekin við sem rektor Háskólans í Reykjavík. Aðsend Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. Þar segir að tölvupóstar nemenda séu geymdir í „skýinu“ og því ekki orðið fyrir árásinni. Enn sem komið er séu engar vísbendingar um að önnur upplýsingakerfi háskólans hafi orðið fyrir áhrifum af árásinni. „Starfsmenn upplýsingatækni háskólans hafa unnið að því um helgina að koma í veg fyrir tjón af völdum árásarinnar og meta umfang hennar og áhrif. Sú vinna er enn í gangi með helstu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa, frá Advania, tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, lögreglu og fleirum. Auk lögreglu hefur Persónuvernd og netöryggissveitinni CERT-IS verið tilkynnt um málið,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu viðbrögð háskólans hafi miðað að því að stöðva árásina og koma tölvupóstþjónustu aftur af stað, auk þess að fara yfir aðra þjóna og kerfi til að tryggja öryggi gagna. Nú sé unnið að eftirgreiningu, þar með talið að greina hvaða spilliforrit hafi verið notað við árásina, umfang hennar og líkur á hvort að gögn hafi verið afrituð. „Allt bendir til að um tilfallandi árás sé að ræða, bundna við einn póstþjón, sem hafi ekki leitt til upplýsingataps eða gagnaleka. Þar til eftirgreiningu er lokið er þó ekki hægt að slá því alveg föstu. Talið er líklegast að tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í póstþjóninum og komist þannig inn. Nýuppsettir póstþjónar háskólans eru uppfærðir þannig að þeir veikleikar eru ekki til staðar. “ Farið fram á lausnargjald Á póstþjóninum var skilið eftir bréf þar sem þess er krafist að háskólinn greiði 10.000 dollara lausnargjald (um 1,3 milljónir króna), ella verði tölvupóstar starfsmanna gerðir opinberir. „Gefinn er 14 daga frestur til að greiða lausnargjaldið. Hvort tveggja er mjög óvenjulegt sem kann að benda til að ekki sé um vel skipulagða árás að ræða. Afstaða HR er skýr um að háskólinn mun ekki láta undan fjárkúgun og er sú afstaða í samræmi við leiðbeiningar lögreglu til þeirra sem verða fyrir tölvuglæpum.“ Þó ekki sé hægt að útiloka gagnaleka, sjáist engir stórir toppar í gagnastreymi frá póstþjóninum og því ólíklegt að mikið magn gagna hafi verið afritað og sent úr húsi. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík segir það slæmt að verða fyrir slíkri árás en þær séu algengari en flestir geri sér grein fyrir. Hundleiðinlegt geti skólar ekki staðið í fæturna „Við erum að vinna með færustu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa og er sagt af þeim að almennt séu tölvuöryggismál HR í góðu lagi, þó það hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir árás í þessu tilviki.“ Hún segir jafnframt mikilvægt að fjallað sé opinberlega um slíkar árásir. „Þetta er hundleiðinlegt en ef háskólar geta ekki staðið í fæturna og sagt frá þegar á þeim og mögulega friðhelgi starfsfólks þeirra er brotið, þá er erfitt að ætlast til þess af öðrum.“ Starfsmenn upplýsingatækni háskólans muni vinna áfram með sérfræðingum Syndis og Advania að rannsóknum á þjónum HR næstu daga og vikur. Þá verði áfram unnið með þessum aðilum að því að tryggja öruggt upplýsingaumhverfi í HR, og hvernig megi enn bæta varnir og viðbrögð við tölvuglæpum. Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Háskólar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Þar segir að tölvupóstar nemenda séu geymdir í „skýinu“ og því ekki orðið fyrir árásinni. Enn sem komið er séu engar vísbendingar um að önnur upplýsingakerfi háskólans hafi orðið fyrir áhrifum af árásinni. „Starfsmenn upplýsingatækni háskólans hafa unnið að því um helgina að koma í veg fyrir tjón af völdum árásarinnar og meta umfang hennar og áhrif. Sú vinna er enn í gangi með helstu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa, frá Advania, tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, lögreglu og fleirum. Auk lögreglu hefur Persónuvernd og netöryggissveitinni CERT-IS verið tilkynnt um málið,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu viðbrögð háskólans hafi miðað að því að stöðva árásina og koma tölvupóstþjónustu aftur af stað, auk þess að fara yfir aðra þjóna og kerfi til að tryggja öryggi gagna. Nú sé unnið að eftirgreiningu, þar með talið að greina hvaða spilliforrit hafi verið notað við árásina, umfang hennar og líkur á hvort að gögn hafi verið afrituð. „Allt bendir til að um tilfallandi árás sé að ræða, bundna við einn póstþjón, sem hafi ekki leitt til upplýsingataps eða gagnaleka. Þar til eftirgreiningu er lokið er þó ekki hægt að slá því alveg föstu. Talið er líklegast að tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í póstþjóninum og komist þannig inn. Nýuppsettir póstþjónar háskólans eru uppfærðir þannig að þeir veikleikar eru ekki til staðar. “ Farið fram á lausnargjald Á póstþjóninum var skilið eftir bréf þar sem þess er krafist að háskólinn greiði 10.000 dollara lausnargjald (um 1,3 milljónir króna), ella verði tölvupóstar starfsmanna gerðir opinberir. „Gefinn er 14 daga frestur til að greiða lausnargjaldið. Hvort tveggja er mjög óvenjulegt sem kann að benda til að ekki sé um vel skipulagða árás að ræða. Afstaða HR er skýr um að háskólinn mun ekki láta undan fjárkúgun og er sú afstaða í samræmi við leiðbeiningar lögreglu til þeirra sem verða fyrir tölvuglæpum.“ Þó ekki sé hægt að útiloka gagnaleka, sjáist engir stórir toppar í gagnastreymi frá póstþjóninum og því ólíklegt að mikið magn gagna hafi verið afritað og sent úr húsi. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík segir það slæmt að verða fyrir slíkri árás en þær séu algengari en flestir geri sér grein fyrir. Hundleiðinlegt geti skólar ekki staðið í fæturna „Við erum að vinna með færustu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa og er sagt af þeim að almennt séu tölvuöryggismál HR í góðu lagi, þó það hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir árás í þessu tilviki.“ Hún segir jafnframt mikilvægt að fjallað sé opinberlega um slíkar árásir. „Þetta er hundleiðinlegt en ef háskólar geta ekki staðið í fæturna og sagt frá þegar á þeim og mögulega friðhelgi starfsfólks þeirra er brotið, þá er erfitt að ætlast til þess af öðrum.“ Starfsmenn upplýsingatækni háskólans muni vinna áfram með sérfræðingum Syndis og Advania að rannsóknum á þjónum HR næstu daga og vikur. Þá verði áfram unnið með þessum aðilum að því að tryggja öruggt upplýsingaumhverfi í HR, og hvernig megi enn bæta varnir og viðbrögð við tölvuglæpum.
Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Háskólar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira