Klopp: „Gæti ekki verið meira sama um hvernig við vinnum leiki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. október 2021 22:46 Jürgen Klopp og Diego Simeone takast í hendur fyrir leik. Eitthvað sem átti eftir að klikka að leik loknum. Nick Potts/PA Images via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægður með 3-2 sigur sinna manna gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að leikruinn hafi verið erfiður, en að hans menn hafi spilað vel. „Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Við vorum furðugóðir í byrjun leiks,“ sagði Klopp í leikslok. „Bjuggumst við við því að þeir yrðu svona varnarsinnaðir? Líklega ekki. Þetta var ekki auðvelt. Við skoruðum tvö frábær mörk og spiluðum svo flottan fótbolta.“ Klopp segir að liðið hafi getað gert ýmislegt til að koma í veg fyrir mökin tvö sem Atlético skoruðu í kvöld. „Staðan var 2-0, en Atlético er nokkuð sama um hvort þeir eru með boltann eða ekki. Við gáfum þeim fyrra markið, en seinna markið, þó að það hafi verið vel spilað þá skildum við eftir of mikið af opnum svæðum. Það var ekki í lagi.“ Þjóðverjinn segir að liðið hafi spilað vel í seinni hálfleik, en að það hafi vissulega hjálpað að vera manni fleiri. „Við spiluðum virkilega vel í seinni hálfleik í erfiðum leik þar sem bæði lið spiluðu af mikilli ákefð. Við fengum víti, og svo var rautt spjald sem auðvitað hjálpaði okkur.“ Heimamenn í Atlético Madrid fengu einnig vítaspyrnu í leiknum, en eftir að hafa farið í skjáinn fræga, ákvað dómari leiksins að taka þann dóm til baka. „Ég sá þetta og okkar víti var víti. Ég held að hitt hafi ekki verið víti, en ég bjóst ekki við því að hann myndi snúa dómnum við. Ég held samt að það hafi verið rétt ákvörðun. Rauða spjaldið var óheppni, en það er klárt rautt spjald. Hann [Griezmann] fer með fótinn í andlitið að Firmino. Þetta getur gerst.“ „Þetta var erfiður leikur, en ef ég á að vera hreinskilinn þá gæti mér ekki verið meira sama um hvernig við vinnum leikina. Á svona kvöldi er mjög ljúft að taka þrjú stig.“ Eftir leikinn strunsaði Diego Simeone, þjálfari Atlétici Madrid, beint inn í klefa án þess að taka í höndina á Klopp, eða nokkrum öðrum. Klopp segir að viðbrögð kollega síns hafi ekki verið honum til framdráttar. „Við viljum ekki sjá svona, en já, það er augljóst að ég vill taka í höndina á honum. Viðbrögði hans, eins og mín, voru ekki alveg nógu góð. Við tökumst í hendur næst þegar við hittumst. Þetta er ekkert mál. Hann var augljóslega reiður, ekki út í mig, heldur út í leikinn,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Við vorum furðugóðir í byrjun leiks,“ sagði Klopp í leikslok. „Bjuggumst við við því að þeir yrðu svona varnarsinnaðir? Líklega ekki. Þetta var ekki auðvelt. Við skoruðum tvö frábær mörk og spiluðum svo flottan fótbolta.“ Klopp segir að liðið hafi getað gert ýmislegt til að koma í veg fyrir mökin tvö sem Atlético skoruðu í kvöld. „Staðan var 2-0, en Atlético er nokkuð sama um hvort þeir eru með boltann eða ekki. Við gáfum þeim fyrra markið, en seinna markið, þó að það hafi verið vel spilað þá skildum við eftir of mikið af opnum svæðum. Það var ekki í lagi.“ Þjóðverjinn segir að liðið hafi spilað vel í seinni hálfleik, en að það hafi vissulega hjálpað að vera manni fleiri. „Við spiluðum virkilega vel í seinni hálfleik í erfiðum leik þar sem bæði lið spiluðu af mikilli ákefð. Við fengum víti, og svo var rautt spjald sem auðvitað hjálpaði okkur.“ Heimamenn í Atlético Madrid fengu einnig vítaspyrnu í leiknum, en eftir að hafa farið í skjáinn fræga, ákvað dómari leiksins að taka þann dóm til baka. „Ég sá þetta og okkar víti var víti. Ég held að hitt hafi ekki verið víti, en ég bjóst ekki við því að hann myndi snúa dómnum við. Ég held samt að það hafi verið rétt ákvörðun. Rauða spjaldið var óheppni, en það er klárt rautt spjald. Hann [Griezmann] fer með fótinn í andlitið að Firmino. Þetta getur gerst.“ „Þetta var erfiður leikur, en ef ég á að vera hreinskilinn þá gæti mér ekki verið meira sama um hvernig við vinnum leikina. Á svona kvöldi er mjög ljúft að taka þrjú stig.“ Eftir leikinn strunsaði Diego Simeone, þjálfari Atlétici Madrid, beint inn í klefa án þess að taka í höndina á Klopp, eða nokkrum öðrum. Klopp segir að viðbrögð kollega síns hafi ekki verið honum til framdráttar. „Við viljum ekki sjá svona, en já, það er augljóst að ég vill taka í höndina á honum. Viðbrögði hans, eins og mín, voru ekki alveg nógu góð. Við tökumst í hendur næst þegar við hittumst. Þetta er ekkert mál. Hann var augljóslega reiður, ekki út í mig, heldur út í leikinn,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira