Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2021 10:28 Þessar myndir af óinnsigluðum atkvæðum í talningarsalnum birtust á Instagram. Instagram Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar kjördæmisins, sagðist á sínum tíma vera þess viss að enginn hefði farið inn í salinn á umræddum tíma; milli klukkan 7.30 og 11.46 sunnudagsmorguninn 26. september. Kjarninn segist enn fremur hafa heimildir fyrir því að starfsfólk hótels Borgarness, þar sem talninga atkvæða fór fram, hafi tekið myndir í salnum á milli klukkan 8 og 9. Vísir hefur fengið þetta staðfest hjá eigin heimildarmanni, sem segir lögreglu hafa ljósmyndir undir höndum sem voru teknar á milli klukkan 8 og 10 og sýna óinnsigluð kjörgögnin í salnum. Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi voru gefnar út um kl. 7 og í kjölfarið héldu yfirkjörstjórnarmenn heim. Eftir ábendingu frá landskjörstjórn ákvað yfirkjörstjórn upp á sitt eindæmi að endurtelja atkvæðin en sú endurtalning leiddi til hrókeringa á jöfnunarþingmönnum sem urðu til þess að fimm frambjóðendur sem töldu að þeir hefðu verið kjörnir á þing duttu út og fimm aðrir urðu þingmenn þeirra í stað. Að minnsta tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu. Umfjöllun Kjarnans. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Alþingi Tengdar fréttir Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar kjördæmisins, sagðist á sínum tíma vera þess viss að enginn hefði farið inn í salinn á umræddum tíma; milli klukkan 7.30 og 11.46 sunnudagsmorguninn 26. september. Kjarninn segist enn fremur hafa heimildir fyrir því að starfsfólk hótels Borgarness, þar sem talninga atkvæða fór fram, hafi tekið myndir í salnum á milli klukkan 8 og 9. Vísir hefur fengið þetta staðfest hjá eigin heimildarmanni, sem segir lögreglu hafa ljósmyndir undir höndum sem voru teknar á milli klukkan 8 og 10 og sýna óinnsigluð kjörgögnin í salnum. Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi voru gefnar út um kl. 7 og í kjölfarið héldu yfirkjörstjórnarmenn heim. Eftir ábendingu frá landskjörstjórn ákvað yfirkjörstjórn upp á sitt eindæmi að endurtelja atkvæðin en sú endurtalning leiddi til hrókeringa á jöfnunarþingmönnum sem urðu til þess að fimm frambjóðendur sem töldu að þeir hefðu verið kjörnir á þing duttu út og fimm aðrir urðu þingmenn þeirra í stað. Að minnsta tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu. Umfjöllun Kjarnans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Alþingi Tengdar fréttir Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22
Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30
Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44
Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25