Vilja fyrst gjörbreyta byggingargeiranum og svo tölvuleikjum Eiður Þór Árnason skrifar 20. október 2021 13:50 Stjórnendateymi Treble: Gunnar Pétur Hauksson, Finnur Pind, Jesper Pedersen, Guðrún Áslaug Óskarsdóttir og Ingimar Andersen. Aðsend Íslenska sprotafyrirtækið Treble Technologies sem sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði hljóðhermunar hefur lokið 232 milljóna króna fjármögnun. Væntanleg fyrsta vara fyrirtækisins er hugbúnaðarlausn fyrir byggingargeirann sem gerir hönnuðum og eigendum bygginga færi á að móta hljóðheim og hljóðvisthönnun og taka upplýstar ákvarðanir um efnisval, form og fleira á grundvelli nákvæmrar hermunar. Stefnt er að því að koma vörunni á markað á síðari hluta næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu en helstu fjárfestar eru Börkur Arnviðarson, stofnandi ChemoMetec, félagið Omega ehf., Sigþór Sigmarsson og Trausti Kristjánsson. Sigþór, sem er verkfræðingur og fjárfestir, tekur sæti í stjórn fyrirtækisins fyrir hönd fjárfestahópsins. Hann segir Treble vera að þróa tækni sem geti gjörbylt því hvernig hljóð og hljóðvist er tekin inn í hönnun. „Þetta er afar öflugt teymi sem byggir lausnir sínar á eigin rannsóknum og eru þau einfaldlega fremst á sínu sviði í heiminum.“ Nota ofurtölvu og bylgjueðlisfræði Að sögn forsvarsmanna félagsins liggur margra ára rannsóknarvinna að baki fyrirtækinu sem Dr. Finnur Pind, framkvæmdastjóri og einn stofnanda fyrirtækisins, leiddi ásamt vísindamönnum frá Tækniháskóla Danmerkur, EPFL í Sviss og Virginia Tech í Bandaríkjunum. Finnur segir að með því að draga að borðinu leiðandi vísindamenn á sviði bylgjueðlisfræði, ofurtölva og stærðfræði hafi tekist að þróa byltingarkennda leið til að herma hljóð sem sé margfalt raunverulegri en áður hefur verið mögulegt. Vísindamenn frá þessu samstarfi sitja í dag í ráðgjafaráði Treble og eru meðeigendur í félaginu. Fram kemur í tilkynningu að Tækniþróunarsjóður hafi veitt Treble styrk til að hefja þróun árið 2020 og hefur fyrirtækið síðan vaxið upp í 12 manns og hafið samstarf með alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Hljóð hafi mikil áhrif á líðan og framleiðni Gunnar Pétur Hauksson, sem stýrir fjármögnun og viðskiptaþróun hjá Treble, segir að byggingageirinn sé einungis fyrsti markaðurinn sem Treble stefni á. ,,Hin byltingakennda tækni og aðferðafræði sem liggur að baki vörum Treble hefur notagildi víða, t.d. í tölvuleikjum, sýndarveruleika og við hönnun bifreiða. Listinn er raunar afar langur enda sé hljóð eitthvað sem umlykur okkur flest daginn út og inn og hefur feikileg áhrif á líðan okkar og framleiðni. Við erum spennt fyrir því að ryðja okkur til rúms á sviði tölvuleikja og sýndarveruleika þar sem tæknin okkar gefur færi á töluvert raunverulegri upplifun hljóðs í stafrænum heimum en mögulegt hefur verið hingað til,“ segir hann í tilkynningu. Finnur segir að þessi fjármögnun til merkis um að félagið sé á réttri leið. „Þetta fjármagn og þessir öflugu bakhjarlar gera okkur kleift að bæta við okkur rétta fólkinu og setja fullan kraft og aukna einbeitingu í að ná markmiðum okkar sem snúa að þróun og markaðssetningu fyrstu lausnarinnar.“ Hann bætir því við að mikil vitundarvakning hafi orðið á því hversu víðtæk áhrif hljóð hafi á líðan fólks í vinnu og einkalífi og að regluverk tengd hönnun bygginga taki nú mið af þeirri staðreynd. Tækni Nýsköpun Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Væntanleg fyrsta vara fyrirtækisins er hugbúnaðarlausn fyrir byggingargeirann sem gerir hönnuðum og eigendum bygginga færi á að móta hljóðheim og hljóðvisthönnun og taka upplýstar ákvarðanir um efnisval, form og fleira á grundvelli nákvæmrar hermunar. Stefnt er að því að koma vörunni á markað á síðari hluta næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu en helstu fjárfestar eru Börkur Arnviðarson, stofnandi ChemoMetec, félagið Omega ehf., Sigþór Sigmarsson og Trausti Kristjánsson. Sigþór, sem er verkfræðingur og fjárfestir, tekur sæti í stjórn fyrirtækisins fyrir hönd fjárfestahópsins. Hann segir Treble vera að þróa tækni sem geti gjörbylt því hvernig hljóð og hljóðvist er tekin inn í hönnun. „Þetta er afar öflugt teymi sem byggir lausnir sínar á eigin rannsóknum og eru þau einfaldlega fremst á sínu sviði í heiminum.“ Nota ofurtölvu og bylgjueðlisfræði Að sögn forsvarsmanna félagsins liggur margra ára rannsóknarvinna að baki fyrirtækinu sem Dr. Finnur Pind, framkvæmdastjóri og einn stofnanda fyrirtækisins, leiddi ásamt vísindamönnum frá Tækniháskóla Danmerkur, EPFL í Sviss og Virginia Tech í Bandaríkjunum. Finnur segir að með því að draga að borðinu leiðandi vísindamenn á sviði bylgjueðlisfræði, ofurtölva og stærðfræði hafi tekist að þróa byltingarkennda leið til að herma hljóð sem sé margfalt raunverulegri en áður hefur verið mögulegt. Vísindamenn frá þessu samstarfi sitja í dag í ráðgjafaráði Treble og eru meðeigendur í félaginu. Fram kemur í tilkynningu að Tækniþróunarsjóður hafi veitt Treble styrk til að hefja þróun árið 2020 og hefur fyrirtækið síðan vaxið upp í 12 manns og hafið samstarf með alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Hljóð hafi mikil áhrif á líðan og framleiðni Gunnar Pétur Hauksson, sem stýrir fjármögnun og viðskiptaþróun hjá Treble, segir að byggingageirinn sé einungis fyrsti markaðurinn sem Treble stefni á. ,,Hin byltingakennda tækni og aðferðafræði sem liggur að baki vörum Treble hefur notagildi víða, t.d. í tölvuleikjum, sýndarveruleika og við hönnun bifreiða. Listinn er raunar afar langur enda sé hljóð eitthvað sem umlykur okkur flest daginn út og inn og hefur feikileg áhrif á líðan okkar og framleiðni. Við erum spennt fyrir því að ryðja okkur til rúms á sviði tölvuleikja og sýndarveruleika þar sem tæknin okkar gefur færi á töluvert raunverulegri upplifun hljóðs í stafrænum heimum en mögulegt hefur verið hingað til,“ segir hann í tilkynningu. Finnur segir að þessi fjármögnun til merkis um að félagið sé á réttri leið. „Þetta fjármagn og þessir öflugu bakhjarlar gera okkur kleift að bæta við okkur rétta fólkinu og setja fullan kraft og aukna einbeitingu í að ná markmiðum okkar sem snúa að þróun og markaðssetningu fyrstu lausnarinnar.“ Hann bætir því við að mikil vitundarvakning hafi orðið á því hversu víðtæk áhrif hljóð hafi á líðan fólks í vinnu og einkalífi og að regluverk tengd hönnun bygginga taki nú mið af þeirri staðreynd.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira