Parkland-fjöldamorðinginn játar sekt Þorgils Jónsson skrifar 20. október 2021 16:02 Nikolas Cruz kom fyrir dóm í dag og játaði sig sekan um að hafa myrt sautján manns í miðskóla í Parkland í Flórída. Nikolas Cruz játaði í dag fyrir dómi að hafa myrt sautján manns og sært jafnmarga í miðskóla í Parkland í Flórída árið 2018. Hann baðst um leið afsökunar á gjörðum sínum. Cruz hafði ári áður verið rekinn úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum fyrir áralangar hótanir og ofbeldi þegar hann mætti einn daginn með AR-15 riffil og hóf skothríð sem lauk með því að fjórtán nemendur og þrír starfsmenn skólans lágu í valnum. Ódæðið vakti upp mikla umræðu um skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, en hafði – sem fyrr – lítil áhrif á stöðu þeirra mála. Mörg af skólasystkinum Cruz stigu fram sem baráttufólk fyrir hertri löggjöf. Cruz er nú fyrir dómi þar sem leitast er við að skera úr um sakhæfi hans. Verði hann álitinn sakhæfur verður málinu vísað til kviðdóms sem mun ákveða hvort hann verði dæmdur til lífstíðarfangelsis eða til dauða. Yfirlýsing hans um sekt er talin vera útspil verjenda til að sýna fram á að hann hafi tekið ábyrgð á eigin gerðum, í von um að sleppa við dauðadóm. Tugir aðstandenda fórnarlamba Cruz voru viðstödd réttarhaldið í dag. Margir hristu höfuð sitt eða felldu tár þegar Cruz lýsti yfir sekt sinni. Afsökunarbeiðnin féll almennt í grýttan jarðveg. „Í dag horfðum við upp á kaldrifjaðan og yfirvegaðan morðingja játa að hafa banað Ginu, dóttur minni og sextán öðrum saklausum fórnarlömbum í skólanum þeirra“, hefur AP eftir Tony Monalto, einum viðstaddra. „Játning hans er fyrsta skrefið í þessu ferli, en það mun ekkert breytast fyrir fjölskyldu mína. Klára, fallega dóttir okkar hún Gina, sem við elskuðum svo mikið, er horfin á braut á meðan morðingi hennar fær enn að njóta þess að lifa í fangelsi.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Parkland-morðinginn mætir fyrir dóm Mál Nikolas Cruz, sem játað hefur á sig fjöldamorð í miðskóla í Parkland í Flórída fyrir rúmum þremur árum, verður tekið fyrir í dómsal í dag. 15. október 2021 15:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Sjá meira
Cruz hafði ári áður verið rekinn úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum fyrir áralangar hótanir og ofbeldi þegar hann mætti einn daginn með AR-15 riffil og hóf skothríð sem lauk með því að fjórtán nemendur og þrír starfsmenn skólans lágu í valnum. Ódæðið vakti upp mikla umræðu um skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, en hafði – sem fyrr – lítil áhrif á stöðu þeirra mála. Mörg af skólasystkinum Cruz stigu fram sem baráttufólk fyrir hertri löggjöf. Cruz er nú fyrir dómi þar sem leitast er við að skera úr um sakhæfi hans. Verði hann álitinn sakhæfur verður málinu vísað til kviðdóms sem mun ákveða hvort hann verði dæmdur til lífstíðarfangelsis eða til dauða. Yfirlýsing hans um sekt er talin vera útspil verjenda til að sýna fram á að hann hafi tekið ábyrgð á eigin gerðum, í von um að sleppa við dauðadóm. Tugir aðstandenda fórnarlamba Cruz voru viðstödd réttarhaldið í dag. Margir hristu höfuð sitt eða felldu tár þegar Cruz lýsti yfir sekt sinni. Afsökunarbeiðnin féll almennt í grýttan jarðveg. „Í dag horfðum við upp á kaldrifjaðan og yfirvegaðan morðingja játa að hafa banað Ginu, dóttur minni og sextán öðrum saklausum fórnarlömbum í skólanum þeirra“, hefur AP eftir Tony Monalto, einum viðstaddra. „Játning hans er fyrsta skrefið í þessu ferli, en það mun ekkert breytast fyrir fjölskyldu mína. Klára, fallega dóttir okkar hún Gina, sem við elskuðum svo mikið, er horfin á braut á meðan morðingi hennar fær enn að njóta þess að lifa í fangelsi.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Parkland-morðinginn mætir fyrir dóm Mál Nikolas Cruz, sem játað hefur á sig fjöldamorð í miðskóla í Parkland í Flórída fyrir rúmum þremur árum, verður tekið fyrir í dómsal í dag. 15. október 2021 15:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Sjá meira
Parkland-morðinginn mætir fyrir dóm Mál Nikolas Cruz, sem játað hefur á sig fjöldamorð í miðskóla í Parkland í Flórída fyrir rúmum þremur árum, verður tekið fyrir í dómsal í dag. 15. október 2021 15:16