Fundu líkamsleifar og bakpoka Laundrie á sama stað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 20:02 Líkamsleifar fundust í morgun nálægt bakpoka í eigu Laundrie. Hans hefur verið leitað í rúman mánuð af lögreglu. Octavio Jones/Getty Líkamsleifar hafa fundist á sama stað og bakpoki Brians Laundrie, unnusta Gabrielle Petito, sem hefur verið leitað í meira en mánuð. Lögreglan hefur leitað Laundrie svo vikum skipti í tengslum við morðið á Petito. Þetta tilkynntu lögregluyfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Svo virðist sem hluti af líki hafi fundist á Carlton náttúruverndarsvæðinu á svæði sem áður var þakið vatni, en svæðið er fenjasvæði. Enn hefur ekki verið borið kennsl á líkamsleifarnar. Leifarnar fundust nærri bakpoka, sem samkvæmt heimildarmanni NBC News, er talinn tilheyra Laundrie. Foreldrar Laundries beindu Alríkislögreglunni FBI að svæðinu, en þau höfðu verið á ferð um svæðið og gengið fram á bakpokann að sögn Stevens Bertolino, lögmanns Laundrie. „Chris og Roberta Laundrie fóru að Myakkahatchee Creek garðinum í morgun til að leita að Brian,“ sagði Bertolino í yfirlýsingu. „Alríkislögreglan var látin vita af áætlunum foreldra Brians í gærkvöldi og fór svo og hitti Chris og Robertu í morgun. Eftir stutta leit við göngustíg sem Brian gekk oft um fundust hlutir í eigu Brians. Eins og staðan er núna stendur ítarlegri rannsókn lögreglu yfir á svæðinu.“ Myakkahatchee Creek garðurinn er um átta kílómetra norður af heimili Laundrie fjölskyldunnar. Lögreglan hefur undanfarinn rúman mánuð leitað Laundries en lögregla hefur viljað ná tali af Laundrie í tengslum við morðið á kærustu hans, Gabby Petito. Hann ber ekki stöðu grunaðs í málinu en er svokölluð „person of interest“ sem þýðir í raun bara það að lögregla hafi áhuga á tengslum hans við málið. Lík Petito fannst í þjóðgarði í Wyoming 19. september síðastliðinn og úrskurðaði réttarmeinafræðingur að hún hafi verið kyrkt til dauða. Petito og Laundrie voru á ferðalagi um Bandaríkin þegar hún hvarf og sýndu ítarlega frá ferðalagi sínu á samfélagsmiðlum. Laundrie sneri aftur heim til foreldra sinna í Flórída 1. september án Petito. Foreldrar hans hafa lítið viljað tala við lögregluna en greindu þó frá því að sonur þeirra hafi farið í göngu um Carlton náttúruverndarsvæðið 14. september. Síðan þá hefur hans verið leitað af lögreglu. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta dánarorsök Petito Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar. 12. október 2021 21:42 Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. 24. september 2021 10:52 Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þetta tilkynntu lögregluyfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Svo virðist sem hluti af líki hafi fundist á Carlton náttúruverndarsvæðinu á svæði sem áður var þakið vatni, en svæðið er fenjasvæði. Enn hefur ekki verið borið kennsl á líkamsleifarnar. Leifarnar fundust nærri bakpoka, sem samkvæmt heimildarmanni NBC News, er talinn tilheyra Laundrie. Foreldrar Laundries beindu Alríkislögreglunni FBI að svæðinu, en þau höfðu verið á ferð um svæðið og gengið fram á bakpokann að sögn Stevens Bertolino, lögmanns Laundrie. „Chris og Roberta Laundrie fóru að Myakkahatchee Creek garðinum í morgun til að leita að Brian,“ sagði Bertolino í yfirlýsingu. „Alríkislögreglan var látin vita af áætlunum foreldra Brians í gærkvöldi og fór svo og hitti Chris og Robertu í morgun. Eftir stutta leit við göngustíg sem Brian gekk oft um fundust hlutir í eigu Brians. Eins og staðan er núna stendur ítarlegri rannsókn lögreglu yfir á svæðinu.“ Myakkahatchee Creek garðurinn er um átta kílómetra norður af heimili Laundrie fjölskyldunnar. Lögreglan hefur undanfarinn rúman mánuð leitað Laundries en lögregla hefur viljað ná tali af Laundrie í tengslum við morðið á kærustu hans, Gabby Petito. Hann ber ekki stöðu grunaðs í málinu en er svokölluð „person of interest“ sem þýðir í raun bara það að lögregla hafi áhuga á tengslum hans við málið. Lík Petito fannst í þjóðgarði í Wyoming 19. september síðastliðinn og úrskurðaði réttarmeinafræðingur að hún hafi verið kyrkt til dauða. Petito og Laundrie voru á ferðalagi um Bandaríkin þegar hún hvarf og sýndu ítarlega frá ferðalagi sínu á samfélagsmiðlum. Laundrie sneri aftur heim til foreldra sinna í Flórída 1. september án Petito. Foreldrar hans hafa lítið viljað tala við lögregluna en greindu þó frá því að sonur þeirra hafi farið í göngu um Carlton náttúruverndarsvæðið 14. september. Síðan þá hefur hans verið leitað af lögreglu.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta dánarorsök Petito Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar. 12. október 2021 21:42 Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. 24. september 2021 10:52 Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Staðfesta dánarorsök Petito Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar. 12. október 2021 21:42
Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. 24. september 2021 10:52
Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00