Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 92-97 | Fyrsti útisigur Íslandsmeistaranna Andri Már Eggertsson skrifar 21. október 2021 22:02 Davíð Arnar Ágústsson og félagar í Þór Þ. hafa unnið tvo leiki í röð. vísir/bára Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn fylgdu eftir góðum sigri í síðustu umferð með sigri á Stjörnunni 92-97. Í kvöld fóru fram fjórir leikir í 3. umferð Subway-deildarinnar. Í Mathús Garðabæjar-höllinni vann Þór Þorlákshöfn sinn fyrsta útisigur á tímabilinu 92-97. Stjarnan var betra liðið til að byrja með leiks. Robert Turner var þar í fararbroddi og gerði hann 13 stig á fyrstu sjö mínútum leiksins. Þór Þorlákshöfn vann sig inn í leikinn og tók síðan öll völd á vellinum. Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn léku Stjörnuna grátt. Þór Þorlákshöfn gerði 24 stig á þessum kafla á meðan Stjarnan skoraði aðeins 2 stig. Einstaklings miðaður sóknarleikur Stjörnunnar átti engin svör við varnarleik Þórs. Stjarnan gaf aðeins sjö stoðsendingar í fyrri hálfleik sem er einni stoðsendingu meira en Ronaldas Rutkauskas, leikmaður Þór Þorlákshafnar, gaf í fyrri hálfleik. Þór Þorlákshöfn tók nítján þriggja stiga skot í fyrri hálfleik og hitt úr tólf þeirra. Stjarnan náði að bjarga andlitinu undir lok fyrri hálfleiks og gerði fjögur stig í röð og var staðan í hálfleik 43-61. Það var allt annað Stjörnulið sem mætti til leiks í seinni hálfleik. Boltinn gekk miklu betur milli manna og fengu heimamenn fullt af auðveldum körfum. Varnarleikur Stjörnunnar var þéttur og vann Stjarnan 3. leikhluta 29-17. Eftir dapran þriðja leikhluta spilaði Þór Þorlákshöfn betur og sá til þess að sigurinn væri í höfn. Stjörnunni tókst ekki að halda sama takti og í 3. leikhluta. Heimamenn voru sjálfum sér verstir þegar leikurinn var jafn og fóru þeir illa að ráði sínu þegar tækifæri gafst á að gera þetta að háspennuleik. Þór vann leikinn með fimm stigum 92-97. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Fyrri hálfleikur Þórs var stórkostlegur. Þór skoraði 61 stig í fyrri hálfleik og hitti afar vel úr þriggja stiga skotunum. Stjarnan átti fá svör við þéttum varnarleik Þórs sem gaf gestunum frá Þorlákshöfn oft á tíðum auðveldar körfur á hinum enda vallarins. Hverjir stóðu upp úr? Ronaldas Rutkauskas var frábær á báðum endum vallarins í kvöld. Ronaldas var tveimur stoðsendingum frá þrefaldri tvennu. Hann gerði 17 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Luciano Nicolas Massarelli var stigahæsti leikmaður Þórs Þorlákshafnar. Hann gerði 29 stig á tæplega 29 mínútum. Robert Turner byrjaði leikinn af miklum krafti og gerði 13 stig á fyrstu sjö mínútum leiksins. Robert Turner endaði á að vera stigahæsti maður vallarins með 35 stig. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði leikinn bærilega en eftir að Þór komst inn í leikinn undir lok 1. leikhluta byrjaði Stjarnan að spila hörmulega. Einstaklingsmiðaður sóknarleikur heimamanna var afleiddur. Stjarnan var yfir í leiknum 25-19 en Íslandsmeistararnir sneru taflinu við og breyttu stöðunni í 27-43. Ótrúlegur viðsnúningur. Hvað gerist næst? Þór Þorlákshöfn mætir ÍR í Icelandic Glacial-höllinni klukkan 18:15 fimmtudaginn eftir viku. Stjarnan fer norður og mætir Þór Akureyri föstudaginn 29. október klukkan 20:15. Arnar: Sárt að sjá mína menn gefast upp í lok leiks Arnar Guðjónsson var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með annað tap Stjörnunnar í röð. „Við fengum á okkur 61 stig í fyrri hálfleik. Það reyndist of djúp hola þegar upp var staðið,“ Arnar var afar ósáttur með fyrri hálfleik liðsins og þá sérstaklega kafla sem Þór Þorlákshöfn vann 24-2. „Við fórum að tapa boltanum, vorum lélegir í einn á einn vörn, gerðum mistök varnarlega þar sem við vorum langt frá mönnunum og gáfum þeim opin skot sem Þór gerði vel í að hitta úr.“ Stjarnan kom sér aftur inn í leikinn með góðum 3. leikhluta sem vannst 29-17. „Við vorum betri varnarlega þar sem við vorum ekki alltaf að taka innkast á okkar eigin körfu. Mögulega héldu Þórsararnir að þeir væru komnir með þetta og orkan í þeirra leik datt niður.“ Arnar var afar ósáttur með að sjá sína menn kasta inn hvíta handklæðinu undir lok leiks þar sem þeir hættu að leggja sig fram. „Það var sárt að sjá þessa uppgjöf liðsins. Ég mun ræða það við mína leikmenn,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn
Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn fylgdu eftir góðum sigri í síðustu umferð með sigri á Stjörnunni 92-97. Í kvöld fóru fram fjórir leikir í 3. umferð Subway-deildarinnar. Í Mathús Garðabæjar-höllinni vann Þór Þorlákshöfn sinn fyrsta útisigur á tímabilinu 92-97. Stjarnan var betra liðið til að byrja með leiks. Robert Turner var þar í fararbroddi og gerði hann 13 stig á fyrstu sjö mínútum leiksins. Þór Þorlákshöfn vann sig inn í leikinn og tók síðan öll völd á vellinum. Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn léku Stjörnuna grátt. Þór Þorlákshöfn gerði 24 stig á þessum kafla á meðan Stjarnan skoraði aðeins 2 stig. Einstaklings miðaður sóknarleikur Stjörnunnar átti engin svör við varnarleik Þórs. Stjarnan gaf aðeins sjö stoðsendingar í fyrri hálfleik sem er einni stoðsendingu meira en Ronaldas Rutkauskas, leikmaður Þór Þorlákshafnar, gaf í fyrri hálfleik. Þór Þorlákshöfn tók nítján þriggja stiga skot í fyrri hálfleik og hitt úr tólf þeirra. Stjarnan náði að bjarga andlitinu undir lok fyrri hálfleiks og gerði fjögur stig í röð og var staðan í hálfleik 43-61. Það var allt annað Stjörnulið sem mætti til leiks í seinni hálfleik. Boltinn gekk miklu betur milli manna og fengu heimamenn fullt af auðveldum körfum. Varnarleikur Stjörnunnar var þéttur og vann Stjarnan 3. leikhluta 29-17. Eftir dapran þriðja leikhluta spilaði Þór Þorlákshöfn betur og sá til þess að sigurinn væri í höfn. Stjörnunni tókst ekki að halda sama takti og í 3. leikhluta. Heimamenn voru sjálfum sér verstir þegar leikurinn var jafn og fóru þeir illa að ráði sínu þegar tækifæri gafst á að gera þetta að háspennuleik. Þór vann leikinn með fimm stigum 92-97. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Fyrri hálfleikur Þórs var stórkostlegur. Þór skoraði 61 stig í fyrri hálfleik og hitti afar vel úr þriggja stiga skotunum. Stjarnan átti fá svör við þéttum varnarleik Þórs sem gaf gestunum frá Þorlákshöfn oft á tíðum auðveldar körfur á hinum enda vallarins. Hverjir stóðu upp úr? Ronaldas Rutkauskas var frábær á báðum endum vallarins í kvöld. Ronaldas var tveimur stoðsendingum frá þrefaldri tvennu. Hann gerði 17 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Luciano Nicolas Massarelli var stigahæsti leikmaður Þórs Þorlákshafnar. Hann gerði 29 stig á tæplega 29 mínútum. Robert Turner byrjaði leikinn af miklum krafti og gerði 13 stig á fyrstu sjö mínútum leiksins. Robert Turner endaði á að vera stigahæsti maður vallarins með 35 stig. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði leikinn bærilega en eftir að Þór komst inn í leikinn undir lok 1. leikhluta byrjaði Stjarnan að spila hörmulega. Einstaklingsmiðaður sóknarleikur heimamanna var afleiddur. Stjarnan var yfir í leiknum 25-19 en Íslandsmeistararnir sneru taflinu við og breyttu stöðunni í 27-43. Ótrúlegur viðsnúningur. Hvað gerist næst? Þór Þorlákshöfn mætir ÍR í Icelandic Glacial-höllinni klukkan 18:15 fimmtudaginn eftir viku. Stjarnan fer norður og mætir Þór Akureyri föstudaginn 29. október klukkan 20:15. Arnar: Sárt að sjá mína menn gefast upp í lok leiks Arnar Guðjónsson var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með annað tap Stjörnunnar í röð. „Við fengum á okkur 61 stig í fyrri hálfleik. Það reyndist of djúp hola þegar upp var staðið,“ Arnar var afar ósáttur með fyrri hálfleik liðsins og þá sérstaklega kafla sem Þór Þorlákshöfn vann 24-2. „Við fórum að tapa boltanum, vorum lélegir í einn á einn vörn, gerðum mistök varnarlega þar sem við vorum langt frá mönnunum og gáfum þeim opin skot sem Þór gerði vel í að hitta úr.“ Stjarnan kom sér aftur inn í leikinn með góðum 3. leikhluta sem vannst 29-17. „Við vorum betri varnarlega þar sem við vorum ekki alltaf að taka innkast á okkar eigin körfu. Mögulega héldu Þórsararnir að þeir væru komnir með þetta og orkan í þeirra leik datt niður.“ Arnar var afar ósáttur með að sjá sína menn kasta inn hvíta handklæðinu undir lok leiks þar sem þeir hættu að leggja sig fram. „Það var sárt að sjá þessa uppgjöf liðsins. Ég mun ræða það við mína leikmenn,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum