„Það verður engin kyngeta nema með að borða skyr“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2021 20:41 Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir Selfoss loks orðinn miðdepil Íslands á nýjan leik. Stöð 2 Mikið var um að vera í nýja miðbænum á Selfossi í dag en þar var fyrsta skyrsafn landsins opnað síðdegis. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir að Selfoss sé orðinn miðdepill Íslands á nýjan leik. „Þetta er nú eiginlega meiri sýning en safn. Þetta er upplifunarsýning um sögu skyrsins, sem reynir á öll skilningarvitin, og er virkilega skemmtileg og vel heppnuð. Saga skyrsins er merkilegri en flestir gera sér grein fyrir,“ sagði Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, umsjónarmaður Skyrlands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna, segir sýninguna marka stóran dag á Selfossi. Elísabet Ósk segir sögu skyrsins meira spennandi en marga gruni.Stöð 2 „Þetta er glæsilegur dagur, Skyrland! Selfoss er kominn í miðdepil Íslands á nýjan leik. Fyrir níutíu árum afrekuðu menn það að byggja hér Mjólkurbúið sem var móðir Selfoss. Kaupfélagið var faðir þess og Ölfusárbrúin naflastrengurinn. Þannig að þetta er stór dagur, hér er fullur bær af fólki alla daga og allir að flytja hingað,“ sagði Guðni. Hann er sjálfur að flytja í miðbæ Selfoss á næstu dögum til að njóta lífsins og fjörsins sem þar ríkir. Sjálfur segist hann uppalinn á skyri, sem hafi gefið honum afl. „Ég hef alltaf borðað skyr. Við erum aldir upp bræðurnir á graðhestaskyri, sem kom á brúsum í botninum, gult og kraftmikið og gaf okkur afl.“ Einhverjir skyrunnendur vilja meina að skyrið veiti fólki kyngetu sem Guðni tekur undir. „Það verður engin kyngeta nema með að drekka mjólk, borða skyr, nota smjör og borða ost. Þá vaxa beinin og maðurinn verður til. Kýrin er móðir mannsins að þessu leyti,“ sagði Guðni. Árborg Menning Söfn Landbúnaður Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Sjá meira
„Þetta er nú eiginlega meiri sýning en safn. Þetta er upplifunarsýning um sögu skyrsins, sem reynir á öll skilningarvitin, og er virkilega skemmtileg og vel heppnuð. Saga skyrsins er merkilegri en flestir gera sér grein fyrir,“ sagði Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, umsjónarmaður Skyrlands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna, segir sýninguna marka stóran dag á Selfossi. Elísabet Ósk segir sögu skyrsins meira spennandi en marga gruni.Stöð 2 „Þetta er glæsilegur dagur, Skyrland! Selfoss er kominn í miðdepil Íslands á nýjan leik. Fyrir níutíu árum afrekuðu menn það að byggja hér Mjólkurbúið sem var móðir Selfoss. Kaupfélagið var faðir þess og Ölfusárbrúin naflastrengurinn. Þannig að þetta er stór dagur, hér er fullur bær af fólki alla daga og allir að flytja hingað,“ sagði Guðni. Hann er sjálfur að flytja í miðbæ Selfoss á næstu dögum til að njóta lífsins og fjörsins sem þar ríkir. Sjálfur segist hann uppalinn á skyri, sem hafi gefið honum afl. „Ég hef alltaf borðað skyr. Við erum aldir upp bræðurnir á graðhestaskyri, sem kom á brúsum í botninum, gult og kraftmikið og gaf okkur afl.“ Einhverjir skyrunnendur vilja meina að skyrið veiti fólki kyngetu sem Guðni tekur undir. „Það verður engin kyngeta nema með að drekka mjólk, borða skyr, nota smjör og borða ost. Þá vaxa beinin og maðurinn verður til. Kýrin er móðir mannsins að þessu leyti,“ sagði Guðni.
Árborg Menning Söfn Landbúnaður Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Sjá meira