Kanadamenn „uppfærðu“ Víkingaklappið og eru komnir inn á topp fimmtíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 11:01 Stjörnuleikmaðurinn Alphonso Davies með trommuna í Víkingaklappi Kanadamanna. Getty/Vaughn Ridley Kanadamenn hafa þotið upp styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins eftir mjög gott gengi í undankeppni HM og komust í gær í hóp fimmtíu bestu landsliða heims í fyrsta sinn í 24 ár. Kanadíska landsliðið er komið upp í 48. sæti FIFA-listans eftir að hafa byrjað árið í 72. sætið. Þegar árið 2021 rann í garð þá voru Kanadamenn 26 sætum á eftir íslenska landsliðinu en núna eru þeir komnir fjórtán sætum fyrir ofan íslenska landsliðið á listanum en október útgáfa hans var gefin út í gær. For the first time since 1997, Canada have entered the top 50 in FIFA s men s world rankings. They started the year in 72nd place and have since jumped to 48th pic.twitter.com/Ivfu7cAyBY— B/R Football (@brfootball) October 21, 2021 Í kanadíska landsliðinu eru nokkrir ungir og spennandi leikmenn eins og til dæmis hinn eldfljóti Alphonso Davies hjá Bayern München, Jonathan David hjá Lille og Tajon Buchanan hjá New England Revolution. Þeir skoruðu allir í síðasta sigurleik liðsins í undankeppni HM. Kanadíska landsliðið er enn taplaust í undankeppni HM en hefur gert fjögur jafntefli í sex leikjum sínum í úrslitariðli Norður- og Mið-Ameríku þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara beint á HM. Kanada er eins og er í þriðja sæti, stigi á eftir Bandaríkjamönnum og fjórum stigum á eftir toppliði Mexíkó. Panama er síðan tveimur stigum á eftir Kanada í fjórða sæti en það gefur sæti í Álfu-umspilinu. Það er líka athyglisvert að Kanadamenn hafa tekið ástfóstri við Víkingaklappið sem íslensku strákarnir gerðu heimsfrægt á EM sumarið 2016. Kanadamenn hafa reyndar „uppfært“ Víkingaklappið aðeins því tromman er kominn niður á gras og það er einn leikmaður liðsins sem slær taktinn. Þetta má meðal annars sjá hér fyrir neðan eftir 4-1 sigurleik á móti Panama. Það er einmitt umræddur Alphonso Davies sem slær taktinn þarna á trommunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=sJzGv39rr38">watch on YouTube</a> HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Kanadíska landsliðið er komið upp í 48. sæti FIFA-listans eftir að hafa byrjað árið í 72. sætið. Þegar árið 2021 rann í garð þá voru Kanadamenn 26 sætum á eftir íslenska landsliðinu en núna eru þeir komnir fjórtán sætum fyrir ofan íslenska landsliðið á listanum en október útgáfa hans var gefin út í gær. For the first time since 1997, Canada have entered the top 50 in FIFA s men s world rankings. They started the year in 72nd place and have since jumped to 48th pic.twitter.com/Ivfu7cAyBY— B/R Football (@brfootball) October 21, 2021 Í kanadíska landsliðinu eru nokkrir ungir og spennandi leikmenn eins og til dæmis hinn eldfljóti Alphonso Davies hjá Bayern München, Jonathan David hjá Lille og Tajon Buchanan hjá New England Revolution. Þeir skoruðu allir í síðasta sigurleik liðsins í undankeppni HM. Kanadíska landsliðið er enn taplaust í undankeppni HM en hefur gert fjögur jafntefli í sex leikjum sínum í úrslitariðli Norður- og Mið-Ameríku þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara beint á HM. Kanada er eins og er í þriðja sæti, stigi á eftir Bandaríkjamönnum og fjórum stigum á eftir toppliði Mexíkó. Panama er síðan tveimur stigum á eftir Kanada í fjórða sæti en það gefur sæti í Álfu-umspilinu. Það er líka athyglisvert að Kanadamenn hafa tekið ástfóstri við Víkingaklappið sem íslensku strákarnir gerðu heimsfrægt á EM sumarið 2016. Kanadamenn hafa reyndar „uppfært“ Víkingaklappið aðeins því tromman er kominn niður á gras og það er einn leikmaður liðsins sem slær taktinn. Þetta má meðal annars sjá hér fyrir neðan eftir 4-1 sigurleik á móti Panama. Það er einmitt umræddur Alphonso Davies sem slær taktinn þarna á trommunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=sJzGv39rr38">watch on YouTube</a>
HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira