Öll í faginu taka slysaskotið til sín Kristín Ólafsdóttir og skrifa 22. október 2021 21:01 Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Baldwin hæfði tvo þegar hann hleypti af byssunni á tökustað kvikmyndarinnar Rust í Nýju Mexíkó í gær; kvikmyndastjórann Halynu Hutchins og leikstjórann Joel Souza. Hutchins lést af áverkum sínum en Souza var fluttur á sjúkrahús - og útskrifaður þaðan í dag. Lögregla rannsakar hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort brotajárn hafi skotist úr vopninu. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-reikningi sínum síðdegis og sagðist harmi sleginn vegna slyssins. Þá legði hann allt sitt af mörkum til að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður segir reglur um skotvopn á íslenskum tökustöðum strangar og raunveruleg vopn séu nær aldrei notuð. Hann hafi til að mynda aðeins einu sinni tekið þátt í slíku verkefni. „Það var gert undir mjög ströngu eftirliti og þar var sérþjálfaður maður í meðhöndlun vopna var með okkur og sá um að allt gengi upp. Ef verið er að handleika byssur í áflogum eða handleika önnur vopn þá eru teknar afsteypur af þeim, þær eru steyptar í mýkri efni, þannig að þær geta ekki skaðað leikara.“ Svona alvarleg atvik séu sem betur fer ákaflega sjaldgæf á heimsvísu. „Það verður örugglega margt endurskoðað í þessu þarna úti í Bandaríkjunum og víðar. Við tökum þetta öll til okkar sem vinnum í þessu fagi og hugsum aðeins hvað má betur fara,“ segir Heimir. Bandaríkin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Baldwin hæfði tvo þegar hann hleypti af byssunni á tökustað kvikmyndarinnar Rust í Nýju Mexíkó í gær; kvikmyndastjórann Halynu Hutchins og leikstjórann Joel Souza. Hutchins lést af áverkum sínum en Souza var fluttur á sjúkrahús - og útskrifaður þaðan í dag. Lögregla rannsakar hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort brotajárn hafi skotist úr vopninu. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-reikningi sínum síðdegis og sagðist harmi sleginn vegna slyssins. Þá legði hann allt sitt af mörkum til að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður segir reglur um skotvopn á íslenskum tökustöðum strangar og raunveruleg vopn séu nær aldrei notuð. Hann hafi til að mynda aðeins einu sinni tekið þátt í slíku verkefni. „Það var gert undir mjög ströngu eftirliti og þar var sérþjálfaður maður í meðhöndlun vopna var með okkur og sá um að allt gengi upp. Ef verið er að handleika byssur í áflogum eða handleika önnur vopn þá eru teknar afsteypur af þeim, þær eru steyptar í mýkri efni, þannig að þær geta ekki skaðað leikara.“ Svona alvarleg atvik séu sem betur fer ákaflega sjaldgæf á heimsvísu. „Það verður örugglega margt endurskoðað í þessu þarna úti í Bandaríkjunum og víðar. Við tökum þetta öll til okkar sem vinnum í þessu fagi og hugsum aðeins hvað má betur fara,“ segir Heimir.
Bandaríkin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27