„Mér líður ekki vel“ Atli Arason skrifar 22. október 2021 23:13 Logi Gunnarsson og Benedikt Guðmundsson fanga VÍS bikarnum í síðasta mánuði. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir stórsigur Njarðvíkur á Valsmönnum í kvöld, þá var svolítið dökkt yfir heimamönnum en leikurinn endaði ekki vel fyrir herra Njarðvík, Loga Gunnarsson, sem neyddist til að fara meiddur af velli í fjórða leikhluta. „Ég fékk högg á hnéð og það var óþægilegt. Ég veit svo sem ekkert hvað þetta er en ég stóð fast í löppina og hann [Richotti] lenti á mér með fullum þunga. Hann sagðist hafa heyrt eitthvað popp í hnénu á mér en ég heyrði það ekki. Mér finnst ég vera svolítið laus í hnénu en ég veit ekki alveg, ég ætla ekki að mála skrattann á vegginn strax en mér líður ekki vel.“ Njarðvík vann 26 stiga sigur á Val, þar sem nánast allt gekk upp hjá heimamönnum bæði sóknar og varnarlega. „Við spilum mikinn liðsbolta og erum miklir liðsfélagar. Við héldum bara áfram að láta boltann ganga þó við vorum stundum að fá frí skot og vorum að klikka. Við bara stoppuðum aldrei og héldum áfram að láta boltann flæða. Við gáfum aukasendingarnar aftur og aftur þangað til við fórum að hitta. Svo er vörnin okkar frábær og er búinn að vera það alltaf. Við erum góðir að færa okkur og spila sem lið. Það er oft þannig þegar þú finnur eitthvað ákveðið traust á milli leikmanna þá verður vörnin svo eðlileg og sóknin kemur einhvern veginn með því. Maður beið bara eftir því að boltinn fór ofan í og það var svo flugeldasýning þegar hann fór loksins ofan í.“ „Ég veit það er erfitt fyrir lið að koma hingað og spila við okkur þegar við erum í þessum gír en þeir eru mjög flottir varnarlega líka og voru það eiginlega allan leikinn en við fundum glufur í endann og mér fannst við spila vel út úr þeim möguleikum sem við höfðum í síðasta fjórðungnum.“ Það átti sér stað áhugavert atvik í öðrum leikhluta þegar Njarðvíkingar tapa boltanum á vallarhelming Vals. Valur keyrir í kjölfarið hratt á Njarðvíkinga en Logi er fyrstur að átta sig á hlutunum og hleypur hraðast allra á vellinum til að koma sér til baka og nær einhvern veginn að koma sér inn í loka sendingu Vals og koma í veg fyrir að gestirnir skoruðu auðvelda körfu. Það var ekki að sjá á því augnabliki að þarna var á ferðinni elsti maður vallarins sem er nýlega búinn að fagna fertugsafmæli sínu. „Ég passa mig á því að æfa mig vel og geri þetta aukalega sem þarf að gera sem þarf til að halda sér í þessari sterku deild. Ég á það svo til að geta náð í hraðann af og til og nýti það þegar ég þarf,“ svaraði Logi með smá bros á vör þegar hann var spurður út í atvikið. Það er stutt á milli leikja hjá Njarðvík, en næsti leikur þeirra er eftir einungis þrjá daga en þeim leik var flýtt vegna verkefna Benna þjálfara með kvennalandsliðinu í næsta mánuði. Sá leikur kemur líklega of snemma fyrir Loga vegna meiðslanna í kvöld en hann ætlar samt að vera bjartsýnn. „Ég veit ekki, ég ætla að sjá til hvað kemur út úr skoðunum á morgun. Við sjáum bara til, ég er mjög jákvæður maður þannig ég vona bara það besta,“ sagði Logi Gunnarson að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Sjá meira
„Ég fékk högg á hnéð og það var óþægilegt. Ég veit svo sem ekkert hvað þetta er en ég stóð fast í löppina og hann [Richotti] lenti á mér með fullum þunga. Hann sagðist hafa heyrt eitthvað popp í hnénu á mér en ég heyrði það ekki. Mér finnst ég vera svolítið laus í hnénu en ég veit ekki alveg, ég ætla ekki að mála skrattann á vegginn strax en mér líður ekki vel.“ Njarðvík vann 26 stiga sigur á Val, þar sem nánast allt gekk upp hjá heimamönnum bæði sóknar og varnarlega. „Við spilum mikinn liðsbolta og erum miklir liðsfélagar. Við héldum bara áfram að láta boltann ganga þó við vorum stundum að fá frí skot og vorum að klikka. Við bara stoppuðum aldrei og héldum áfram að láta boltann flæða. Við gáfum aukasendingarnar aftur og aftur þangað til við fórum að hitta. Svo er vörnin okkar frábær og er búinn að vera það alltaf. Við erum góðir að færa okkur og spila sem lið. Það er oft þannig þegar þú finnur eitthvað ákveðið traust á milli leikmanna þá verður vörnin svo eðlileg og sóknin kemur einhvern veginn með því. Maður beið bara eftir því að boltinn fór ofan í og það var svo flugeldasýning þegar hann fór loksins ofan í.“ „Ég veit það er erfitt fyrir lið að koma hingað og spila við okkur þegar við erum í þessum gír en þeir eru mjög flottir varnarlega líka og voru það eiginlega allan leikinn en við fundum glufur í endann og mér fannst við spila vel út úr þeim möguleikum sem við höfðum í síðasta fjórðungnum.“ Það átti sér stað áhugavert atvik í öðrum leikhluta þegar Njarðvíkingar tapa boltanum á vallarhelming Vals. Valur keyrir í kjölfarið hratt á Njarðvíkinga en Logi er fyrstur að átta sig á hlutunum og hleypur hraðast allra á vellinum til að koma sér til baka og nær einhvern veginn að koma sér inn í loka sendingu Vals og koma í veg fyrir að gestirnir skoruðu auðvelda körfu. Það var ekki að sjá á því augnabliki að þarna var á ferðinni elsti maður vallarins sem er nýlega búinn að fagna fertugsafmæli sínu. „Ég passa mig á því að æfa mig vel og geri þetta aukalega sem þarf að gera sem þarf til að halda sér í þessari sterku deild. Ég á það svo til að geta náð í hraðann af og til og nýti það þegar ég þarf,“ svaraði Logi með smá bros á vör þegar hann var spurður út í atvikið. Það er stutt á milli leikja hjá Njarðvík, en næsti leikur þeirra er eftir einungis þrjá daga en þeim leik var flýtt vegna verkefna Benna þjálfara með kvennalandsliðinu í næsta mánuði. Sá leikur kemur líklega of snemma fyrir Loga vegna meiðslanna í kvöld en hann ætlar samt að vera bjartsýnn. „Ég veit ekki, ég ætla að sjá til hvað kemur út úr skoðunum á morgun. Við sjáum bara til, ég er mjög jákvæður maður þannig ég vona bara það besta,“ sagði Logi Gunnarson að lokum.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Sjá meira