Hægri slagsíða á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2021 09:25 Fulltrúar Twitter vita ekki nákvæmlega hver vegna reikniritið hegðar sér á þennan hátt. Mateusz Slodkowski/SOPA Images/LightRocket via Getty Twitter gerir tístum (e. tweets) frá hægri sinnuðum stjórnmálaflokkum og fréttaveitum hærra undir höfði en þeim sem halla til vinstri. Þetta hefur samfélagsmiðlarisinn rannsakað og staðfest sjálfur, en virðist ekki vita nákvæmlega hvers vegna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Twitter hafi ráðist í rannsókn á því hvernig reiknirit (e. algorithm) miðilsins miðlaði pólitísku efni til notenda sinna. Niðurstaðan var sú að reikniritið var líklegra til þess að mæla með efni sem flokka mætti til hægri við notendur sína. Fulltrúar Twitter segja erfitt að segja til um nákvæmlega hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. Fyrirtækið hefur áður verið gagnrýnt vegna meintrar vinstri slagsíðu sinnar og ritskoðun á efni frá hægri væng stjórnmálanna. Rannsóknin náði til stjórnmálaflokka, fréttaveitna og notenda í sjö löndum: Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum, og náði til milljón tísta frá 1. apríl til 15. ágúst á síðasta ári. Rannsakendur tóku þá tístin sem til skoðunar voru og könnuðu hver þeirra reikniritið tæki og magnaði upp á svokölluðum fréttastraumi notenda (e. news feed) sem reikniritið stjórnar, til samanburðar við straum sem fer eingöngu eftir birtingartíma tísta. Niðurstaðan reyndist sú að hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar og fréttaveitur voru líklegri en samsvarandi aðilar á vinstri væng stjórnmálanna til þess að fá tíst sín mögnuð upp hjá reikniritinu, með þeim afleiðingum að þau rötuðu á skjái fleiri notenda. Öfgahugmyndir verða ekki ofan á BBC hefur eftir Rumman Chowdhury hjá Twitter að næsta skref fyrirtækisins væri að komast til botns í því hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. „Í sex af sjö löndum voru tíst frá hægrisinnuðum stjórnmálamönnum mögnuð meira upp en vinstrisinnuðum,“ sagði Chowdhury og bætti við að tíst hægrisinnaðra fréttaveitna væru sömuleiðis mögnuð meira upp af reikniritinu. Twitter leggur þó áherslu á að reikniritið magni ekki upp öfgakennda hugmyndafræði frekar en vinsælar stjórnmálastefnur. Þá kunni ástæða skekkjunnar stafa af mismunandi stefnum stjórnmálaflokkanna þegar kemur að samfélagsmiðlum og því efni sem þeir senda þar út. Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Twitter hafi ráðist í rannsókn á því hvernig reiknirit (e. algorithm) miðilsins miðlaði pólitísku efni til notenda sinna. Niðurstaðan var sú að reikniritið var líklegra til þess að mæla með efni sem flokka mætti til hægri við notendur sína. Fulltrúar Twitter segja erfitt að segja til um nákvæmlega hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. Fyrirtækið hefur áður verið gagnrýnt vegna meintrar vinstri slagsíðu sinnar og ritskoðun á efni frá hægri væng stjórnmálanna. Rannsóknin náði til stjórnmálaflokka, fréttaveitna og notenda í sjö löndum: Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum, og náði til milljón tísta frá 1. apríl til 15. ágúst á síðasta ári. Rannsakendur tóku þá tístin sem til skoðunar voru og könnuðu hver þeirra reikniritið tæki og magnaði upp á svokölluðum fréttastraumi notenda (e. news feed) sem reikniritið stjórnar, til samanburðar við straum sem fer eingöngu eftir birtingartíma tísta. Niðurstaðan reyndist sú að hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar og fréttaveitur voru líklegri en samsvarandi aðilar á vinstri væng stjórnmálanna til þess að fá tíst sín mögnuð upp hjá reikniritinu, með þeim afleiðingum að þau rötuðu á skjái fleiri notenda. Öfgahugmyndir verða ekki ofan á BBC hefur eftir Rumman Chowdhury hjá Twitter að næsta skref fyrirtækisins væri að komast til botns í því hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. „Í sex af sjö löndum voru tíst frá hægrisinnuðum stjórnmálamönnum mögnuð meira upp en vinstrisinnuðum,“ sagði Chowdhury og bætti við að tíst hægrisinnaðra fréttaveitna væru sömuleiðis mögnuð meira upp af reikniritinu. Twitter leggur þó áherslu á að reikniritið magni ekki upp öfgakennda hugmyndafræði frekar en vinsælar stjórnmálastefnur. Þá kunni ástæða skekkjunnar stafa af mismunandi stefnum stjórnmálaflokkanna þegar kemur að samfélagsmiðlum og því efni sem þeir senda þar út.
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira