Innlent

Salan á Mílu, stjórnar­myndunar­við­ræður og fram­kvæmd kosninga á Sprengi­sandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Fyrstu gestir Kristjáns í dag eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Diljá Mist Einarsdóttir og Bjarkey Olsen. Þau koma til með að ræða stjórnarmyndunarviðræður stjórnarflokkanna, sem hafa haldið spilunum þétt að sér í þeim efnum. Þá munu þau ræða Alþingiskosningarnar og framkvæmd þeirra, auk sölu Símans á Mílu til erlends sjóðastýringafyrirtækis.

Þá verður rætt við Gísla Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, sem ætlar að fjalla um nýjustu vendingar í landafundum norrænna manna í Vesturheimi eftir að þær hafa verið tímasettar með mikilli nákvæmni.

Næstur verður Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Hann kemur til með að ræða íslenska hagkerfið, húsnæðismarkaðinn og fleira.

Síðust mæta svo á svið þau Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni og Hanna Katrín Friðriksson alþingiskona. Þar verður til umfjöllunar ítarleg úttekt Aðalsteins á eignarhaldi stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna á öðrum fyrirtækjum í óskyldum rekstri. Hanna Katrín hafði sjálf kallað eftir slíkri skýrslu frá Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra en hafði ekki erindi sem erfiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×