Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. október 2021 12:00 Refurinn Gústi Jr. hefur valdið miklum usla hjá Matvælastofnun. aðsend Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna. Eins og fréttastofa greindi frá í vikunni ruddist lögregla inn á heimili mannsins ásamt fulltrúa Matvælastofnunar með húsleitarheimild til að taka refinn af honum. Hann fannst þó ekki á heimilinu. Fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri lögreglunnar á Selfossi, sem átti sjálfur ref fyrir aldamót, gagnrýndi þessi vinnubrögð í gær. Matvælastofnun hefur nú beint málinu til lögreglu og eigandi refsins er kominn með lögfræðing. Og hann telur afar sérstakt hvernig Matvælastofnun hefur keyrt málið áfram. Refur er hryggdýr en ekki búdýr Samkvæmt íslenskum lögum er bannað að halda villt dýr. Að hans sögn er þó óljóst hvaða dýr eru villt í augum laganna. „Það er allavega ljóst í lögum að undanþegin frá skilgreiningunni um villt dýr eru gæludýr," segir Helgi Þorsteinsson lögmaður mannsins. „Í reglugerð eru gæludýr talin sem hundar, kettir og önnur hryggdýr. Og refur er augljóslega hryggdýr." Í reglugerðinni sé þó talað um að búdýr geti ekki talist gæludýr og þau talin upp: „Það eru meðal annars svín, alifuglar, minnkar, sauðfé, geitfé, nautgrip og hross. Þannig við erum komin í nokkrar undantekningar og undantekningar á undantekningum og samt er ekkert að finna um refi," segir Helgi. „Nú ef að það er ekkert að finna um þá, þá getur maður alveg ímyndað sér að þeir hljóti bara að vera hryggdýr og ef þeir eru hryggdýr þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að þeir geti verið gæludýr." Gústi ekki óargadýr í búri Hann telur ekki útilokað að málið fari fyrir dómstóla ef lögregla kýs að halda áfram með það. Og loks telur hann að Matvælastofnun sé að oftúlka lagaákvæði um að bannað sé að halda villt dýr: „Þau eru væntanlega sett til að koma í veg fyrir það sem er stundum kallað kjarnatilvik; Ímyndað tilvik sem er akkúrat það sem lögunum er ætlað að stöðva. Og þá getur maður séð fyrir sér að vera hreinlega með óargadýr í búri og eitthvað slíkt og það er það sem ákvæðinu er ætlað að stöðva. Það er bara ekkert upp á teningnum hér," segir Helgi. „Þess vegna er svo skrýtið að málsmeðferðin sé þannig að um sé að ræða algjört kjarnatilvik sem þurfi að stöðva bara einn tveir og þrír." Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Lögreglumál Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Eins og fréttastofa greindi frá í vikunni ruddist lögregla inn á heimili mannsins ásamt fulltrúa Matvælastofnunar með húsleitarheimild til að taka refinn af honum. Hann fannst þó ekki á heimilinu. Fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri lögreglunnar á Selfossi, sem átti sjálfur ref fyrir aldamót, gagnrýndi þessi vinnubrögð í gær. Matvælastofnun hefur nú beint málinu til lögreglu og eigandi refsins er kominn með lögfræðing. Og hann telur afar sérstakt hvernig Matvælastofnun hefur keyrt málið áfram. Refur er hryggdýr en ekki búdýr Samkvæmt íslenskum lögum er bannað að halda villt dýr. Að hans sögn er þó óljóst hvaða dýr eru villt í augum laganna. „Það er allavega ljóst í lögum að undanþegin frá skilgreiningunni um villt dýr eru gæludýr," segir Helgi Þorsteinsson lögmaður mannsins. „Í reglugerð eru gæludýr talin sem hundar, kettir og önnur hryggdýr. Og refur er augljóslega hryggdýr." Í reglugerðinni sé þó talað um að búdýr geti ekki talist gæludýr og þau talin upp: „Það eru meðal annars svín, alifuglar, minnkar, sauðfé, geitfé, nautgrip og hross. Þannig við erum komin í nokkrar undantekningar og undantekningar á undantekningum og samt er ekkert að finna um refi," segir Helgi. „Nú ef að það er ekkert að finna um þá, þá getur maður alveg ímyndað sér að þeir hljóti bara að vera hryggdýr og ef þeir eru hryggdýr þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að þeir geti verið gæludýr." Gústi ekki óargadýr í búri Hann telur ekki útilokað að málið fari fyrir dómstóla ef lögregla kýs að halda áfram með það. Og loks telur hann að Matvælastofnun sé að oftúlka lagaákvæði um að bannað sé að halda villt dýr: „Þau eru væntanlega sett til að koma í veg fyrir það sem er stundum kallað kjarnatilvik; Ímyndað tilvik sem er akkúrat það sem lögunum er ætlað að stöðva. Og þá getur maður séð fyrir sér að vera hreinlega með óargadýr í búri og eitthvað slíkt og það er það sem ákvæðinu er ætlað að stöðva. Það er bara ekkert upp á teningnum hér," segir Helgi. „Þess vegna er svo skrýtið að málsmeðferðin sé þannig að um sé að ræða algjört kjarnatilvik sem þurfi að stöðva bara einn tveir og þrír."
Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Lögreglumál Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05
Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent