Aðeins sjö mínútum eftir að Aron Einar fór af velli þá kom Abdalaziz Al Hasia liði Al Ahli í 1-0 í leiknum.
Youssef Msakni bjargaði hins vegar stigi fyrir Al Arabi þegar hann jafnaði metin sex mínútum fyrir leikslok.
Al Arabi var átta stigum og sex sætum ofar í töflunni en Al Ahli eftir fyrstu sex umferðirnar.
Al Arabi hafði gengið afar vel á útivelli í upphafi móts en liðið var með níu stig af níu mögulegum í fyrstu þremur útileikjunum.
Aron Einar spilaði allar níutíu mínúturnar í fyrstu fimm deildarleikjunum en var með í 78 mínútur í leiknum á undan.