Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. október 2021 16:17 Byrjað var að bólusetja börn gegn Covid-19 í Laugardalshöll síðastliðinn ágúst. Vísir/Vilhelm Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. Hingað til hafa 64 prósent barna á aldrinum tólf til fimmtán ára verið fullbólusett en bólusetning þeirra hófst síðastliðinn ágúst. Að því er kemur fram á covid.is hafa í heildina 11.973 börn verið fullbólusett og er bólusetning hafin hjá 1.216 til viðbótar. Yfirvöld binda vonir við að bráðlega verði hægt að bjóða börnum á aldrinum sex til ellefu ára bólusetningu með bóluefni Pfizer. Rannsókn á notkun bóluefnisins á þann aldurshóp er nú lokið og er reiknað með að leyfi fyrir notkun bóluefnis hjá þessum hóp verði veitt fyrir áramót. Heilbrigðisráðuneytið segir mikilvægt að fólk þiggi bólusetningu til að verja samfélagið gegn útbreiddu smiti og auknu álagi á heilbrigðiskerfið þar sem smitum hér á landi hefur fjölgað nokkuð undanfarið. Litið er meðal annars til annarra landa í Evrópu þar sem fjölgun smita er enn hraðari og sjúkrahúsainnlögnum fjölgar ört. Um 76% landsmanna eru nú fullbólusett en til að fyrirbyggja hraðari útbreiðslu og mikil veikindi þarf að gera betur að mati ráðuneytisins. Um 34.400 einstaklingar 12 ára og eldri eru óbólusettir en í heildina eru 89 prósent 12 ára og eldri fullbólusettir. Einnig er mælt með að fólk sem að hefur fengið boð í örvunarbólusetningu mæti í hana en sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri, heilbrigðisstarfsfólk, íbúa á hjúkrunarheimilum og tiltekna viðkvæma hópa. Heilsugæslan annast örvunarbólusetningar og munu allir sem eru 60 ára og eldri fá boð um slíkt. Nú þegar hafa um 59 prósent heilbrigðisstarfsfólks fengið örvunarskammt, um 68 prósent íbúa á hjúkrunarheimilum og um 57 prósent annarra sem eru 60 ára og eldri. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni Pfizer virka vel á börn FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit, Bandaríkjanna segja að bóluefni Pfizer gegn Covid-19 virðist virka vel í að koma í veg fyrir einkenni hjá börnum á grunnskólaaldri. 23. október 2021 14:37 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hingað til hafa 64 prósent barna á aldrinum tólf til fimmtán ára verið fullbólusett en bólusetning þeirra hófst síðastliðinn ágúst. Að því er kemur fram á covid.is hafa í heildina 11.973 börn verið fullbólusett og er bólusetning hafin hjá 1.216 til viðbótar. Yfirvöld binda vonir við að bráðlega verði hægt að bjóða börnum á aldrinum sex til ellefu ára bólusetningu með bóluefni Pfizer. Rannsókn á notkun bóluefnisins á þann aldurshóp er nú lokið og er reiknað með að leyfi fyrir notkun bóluefnis hjá þessum hóp verði veitt fyrir áramót. Heilbrigðisráðuneytið segir mikilvægt að fólk þiggi bólusetningu til að verja samfélagið gegn útbreiddu smiti og auknu álagi á heilbrigðiskerfið þar sem smitum hér á landi hefur fjölgað nokkuð undanfarið. Litið er meðal annars til annarra landa í Evrópu þar sem fjölgun smita er enn hraðari og sjúkrahúsainnlögnum fjölgar ört. Um 76% landsmanna eru nú fullbólusett en til að fyrirbyggja hraðari útbreiðslu og mikil veikindi þarf að gera betur að mati ráðuneytisins. Um 34.400 einstaklingar 12 ára og eldri eru óbólusettir en í heildina eru 89 prósent 12 ára og eldri fullbólusettir. Einnig er mælt með að fólk sem að hefur fengið boð í örvunarbólusetningu mæti í hana en sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri, heilbrigðisstarfsfólk, íbúa á hjúkrunarheimilum og tiltekna viðkvæma hópa. Heilsugæslan annast örvunarbólusetningar og munu allir sem eru 60 ára og eldri fá boð um slíkt. Nú þegar hafa um 59 prósent heilbrigðisstarfsfólks fengið örvunarskammt, um 68 prósent íbúa á hjúkrunarheimilum og um 57 prósent annarra sem eru 60 ára og eldri.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni Pfizer virka vel á börn FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit, Bandaríkjanna segja að bóluefni Pfizer gegn Covid-19 virðist virka vel í að koma í veg fyrir einkenni hjá börnum á grunnskólaaldri. 23. október 2021 14:37 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Segja bóluefni Pfizer virka vel á börn FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit, Bandaríkjanna segja að bóluefni Pfizer gegn Covid-19 virðist virka vel í að koma í veg fyrir einkenni hjá börnum á grunnskólaaldri. 23. október 2021 14:37
Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47