Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2021 16:41 Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa á fundi með Landskjörstjórn á dögunum. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Framkvæmd endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í lok september hefur dregið dilk á eftir sér. Auk þeirra tólf sem kærðu kosningarnar til Alþingis voru kosningarnar kærðar til lögreglu. Lögreglan á Vesturlandi hefur lokið rannsókn og boðið meðlimum yfirkjörstjórnar í kjördæminu að ljúka málinu með greiðslu sektar. Meðlimir hafa hafnað því að greiða sektina. Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna standa yfir. Forsætisráðherra hefur sagt að Alþingi verði ekki kallað saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segir daginn í dag hafa verið stórtíðindalausan. Rætt hafi verið við hluta kærenda á föstudag og þeir síðustu komið fyrir nefndina í dag. Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Vísir/Vilhelm „Við gáfum þeim kost á að fylgja kærunni sinni eftir munnlega,“ segir Birgir. Fundurinn sem hófst klukkan 10:30 stóð yfir til klukkan að ganga þrjú. „Næstu daga höldum við áfram að púsla einhverju saman. Sjá hvaða upplýsingar okkur vantar til að fylla myndina.“ Næstu tveir dagar fari líkast til í það, kalla skriflega eftir upplýsingum eða boða fleiri gesti á fund. „Svo í framhaldinu þegar við teljum okkur vera komin með þann gagnapakka sem við þurfum förum við að setjast yfir þá þætti sem eru matskenndir, hvernig eigi að túlka málavexti og þann lagaramma sem við þurfum að fara eftir.“ Undirbúningsnefnd skilar af sér drögum eða tillögum að nefndaráliti sem gengur til kjörbréfanefndar, sem kosin verður á þingsetningarfundi þegar Alþingi kemur saman. „Það má ætla að það verði að mestu leyti sama fólkið í kjörbréfanefndinni,“ segir Birgir. Undirbúningsnefndin hafi ekki vald til að taka neinar endanlegar ákvarðarnir heldur skili kjörbréfanefnd niðurstöðu til þingsins sem þarf að taka afstöðu til málsins. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Framkvæmd endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í lok september hefur dregið dilk á eftir sér. Auk þeirra tólf sem kærðu kosningarnar til Alþingis voru kosningarnar kærðar til lögreglu. Lögreglan á Vesturlandi hefur lokið rannsókn og boðið meðlimum yfirkjörstjórnar í kjördæminu að ljúka málinu með greiðslu sektar. Meðlimir hafa hafnað því að greiða sektina. Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna standa yfir. Forsætisráðherra hefur sagt að Alþingi verði ekki kallað saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segir daginn í dag hafa verið stórtíðindalausan. Rætt hafi verið við hluta kærenda á föstudag og þeir síðustu komið fyrir nefndina í dag. Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Vísir/Vilhelm „Við gáfum þeim kost á að fylgja kærunni sinni eftir munnlega,“ segir Birgir. Fundurinn sem hófst klukkan 10:30 stóð yfir til klukkan að ganga þrjú. „Næstu daga höldum við áfram að púsla einhverju saman. Sjá hvaða upplýsingar okkur vantar til að fylla myndina.“ Næstu tveir dagar fari líkast til í það, kalla skriflega eftir upplýsingum eða boða fleiri gesti á fund. „Svo í framhaldinu þegar við teljum okkur vera komin með þann gagnapakka sem við þurfum förum við að setjast yfir þá þætti sem eru matskenndir, hvernig eigi að túlka málavexti og þann lagaramma sem við þurfum að fara eftir.“ Undirbúningsnefnd skilar af sér drögum eða tillögum að nefndaráliti sem gengur til kjörbréfanefndar, sem kosin verður á þingsetningarfundi þegar Alþingi kemur saman. „Það má ætla að það verði að mestu leyti sama fólkið í kjörbréfanefndinni,“ segir Birgir. Undirbúningsnefndin hafi ekki vald til að taka neinar endanlegar ákvarðarnir heldur skili kjörbréfanefnd niðurstöðu til þingsins sem þarf að taka afstöðu til málsins.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira