Íslendingur uppnefndur Eminem í orðastríði á Old Trafford Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2021 14:59 Birkir Snær lætur stuðningsmenn Liverpool heyra það á móti í orðastríði stuðningsmanna eftir leikinn. Birkir Snær Sigurðsson, leikmaður Grindavíkur í 4. deild og stuðningsmaður Manchester United í enska boltanum, varð fyrir aðkasti á léttum nótum um liðna helgi. Hans menn biðu lægri hlut gegn erkifjendunum í Liverpool, var í raun slátrað 5-0 á Old Trafford. Birkir Snær deildi myndbandi á Twitter í gær sem tekið er á síma stuðningsmanns Liverpool eftir leikinn. Stuðningsmaður sigurliðsins var greinilega í hressara lagi eftir stórsigurinn á Rauðu djöflunum. Stuðningsmenn Liverpool heyrast í myndbandinu syngja lag um lokaniðurstöðu leiksins, 5-0, þegar einn þeirra rekur augun í Birki Snæ. Lögreglumenn stóðu vörð á milli stuðningsmanna félaganna sem hafa eldað grátt silfur saman í langan tíma. Grindvíkingurinn minnti stuðningsmennina greinilega á þekktan bandarískan rappara. „Eminem! Eminem! Sjáðu Eminem! Slim Shady!“ heyrist í hlæjandi stuðningsmanni Liverpool. Allt gert til að skjóta á stuðningsmenn andstæðingsins. Birkir stóð í hópi stuðningsmanna Manchester United sem sungu vel valda söngva á móti. Not my proudest moment https://t.co/AABm4ZCV6i— Birkir Snær Sigurðsson (@birkirsigurdss) October 25, 2021 Hálf milljón manna hafa horft á myndbandið á Twitter og Birkir Snær deildi því sem fyrr segir og skrifaði: „Not my proudest moment“ sem má snara yfir á íslensku: „Ekki mitt besta augnablik.“ Birkir Snær segir í stuttu samtali við Fréttablaðið að þetta hafi verið létt grín hjá stuðningsmönnum en slíkt þekkist vel á leikjum í ensku úrvalsdeildinni og víðar. Birkir deilir ljósu hári Eminem en köll stuðningsmanns Liverpool lifðu ekki lengi því lögregla skarst í leikinn. Fótbolti Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira
Birkir Snær deildi myndbandi á Twitter í gær sem tekið er á síma stuðningsmanns Liverpool eftir leikinn. Stuðningsmaður sigurliðsins var greinilega í hressara lagi eftir stórsigurinn á Rauðu djöflunum. Stuðningsmenn Liverpool heyrast í myndbandinu syngja lag um lokaniðurstöðu leiksins, 5-0, þegar einn þeirra rekur augun í Birki Snæ. Lögreglumenn stóðu vörð á milli stuðningsmanna félaganna sem hafa eldað grátt silfur saman í langan tíma. Grindvíkingurinn minnti stuðningsmennina greinilega á þekktan bandarískan rappara. „Eminem! Eminem! Sjáðu Eminem! Slim Shady!“ heyrist í hlæjandi stuðningsmanni Liverpool. Allt gert til að skjóta á stuðningsmenn andstæðingsins. Birkir stóð í hópi stuðningsmanna Manchester United sem sungu vel valda söngva á móti. Not my proudest moment https://t.co/AABm4ZCV6i— Birkir Snær Sigurðsson (@birkirsigurdss) October 25, 2021 Hálf milljón manna hafa horft á myndbandið á Twitter og Birkir Snær deildi því sem fyrr segir og skrifaði: „Not my proudest moment“ sem má snara yfir á íslensku: „Ekki mitt besta augnablik.“ Birkir Snær segir í stuttu samtali við Fréttablaðið að þetta hafi verið létt grín hjá stuðningsmönnum en slíkt þekkist vel á leikjum í ensku úrvalsdeildinni og víðar. Birkir deilir ljósu hári Eminem en köll stuðningsmanns Liverpool lifðu ekki lengi því lögregla skarst í leikinn.
Fótbolti Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira