Arion banki hagnaðist um 8,2 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 27. október 2021 17:54 Höfuðstöðvar Varðar verða brátt fluttar í húsnæði Arion banki í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Arion banki hagnaðist um 8.238 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 17,0% á fjórðungnum samanborið við 8,3% á sama tímabili í fyrra. Hreinar þóknunartekjur jukust um 36% milli ára og hafa aldrei verið hærri á stökum fjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar. Eiginfjárhlutfall bankans var 25,4% þann 30. september 2021. Heildareignir námu 1.346 milljörðum króna í lok september, samanborið við 1.173 milljarða króna í árslok 2020. Lán til viðskiptavina jukust um 9,0% frá áramótum en íbúðalán hækkuðu um 16,4% á sama tíma. Lausafé jókst um 15,3% þrátt fyrir endurkaup á hlutabréfum bankans og arðgreiðslu. Á skuldahliðinni jukust innlán um 12,8% fyrstu níu mánuði ársins og lántaka jókst um 32,8%, mest á þriðja ársfjórðungi þegar bankinn gaf út græn skuldabréf og sértryggð skuldabréf í evrum. Heildar eigið fé nam 195 milljörðum króna í lok tímabilsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Þann 1. júlí síðastliðinn náðust samningar um sölu Arion banka á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor hf. til alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd. Auknar þóknunartekjur beri vott um fjölbreytta starfsemi Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að starfsemi bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi líkt og allt þetta ár. Allir helstu fjárhagsmælikvarðar bankans hafi þróast með jákvæðum hætti á tímabilinu og tekjur af kjarnastarfsemi aukist um 7,5% frá sama tímabili fyrir ári. „Þóknanatekjur bankans halda áfram að aukast og bera fjölbreyttri starfsemi bankans vott. Í takt við jákvæða þróun í efnahagslífi landsins aukast útlán Arion banka um 6% á fjórðungnum. Eiginfjár- og lausafjárhlutföll bankans eru áfram sterk og með því hæsta sem gerist í Evrópu,“ segir hann í tilkynningu. Vörður er dótturfélag Arion banka.Vísir/vilhelm Það fjölgaði um um einn í framkvæmdastjórn á þriðja ársfjórðungi þegar nýtt svið var sett á laggirnar innan bankans. Snýr það að upplifun viðskiptavina með sérstaka áherslu á stafræna þjónustu. Að sögn Benedikts gegnir nýja sviðið meðal annars mikilvægu hlutverki þegar kemur að auknu samstarfi Arion banka og tryggingafélagsins Varðar, dótturfélags bankans. Nú sé unnið að því að flytja starfsemi og þjónustu Varðar í höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Hluti núverandi starfsmanna Varðar mun koma til starfa hjá bankanum á meðan aðrir starfa áfram hjá Verði sem verður áfram sjálfstætt félag. Benedikt segir að nýrri útgáfu sértryggðra skuldabréfa í evrum hafi verið afar vel tekið og vakið eftirtekt á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Um sé að ræða nýjung í fjármögnun bankans sem og mikilvæg viðbót við fjármögnungarkosti hans til framtíðar. Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Hreinar þóknunartekjur jukust um 36% milli ára og hafa aldrei verið hærri á stökum fjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar. Eiginfjárhlutfall bankans var 25,4% þann 30. september 2021. Heildareignir námu 1.346 milljörðum króna í lok september, samanborið við 1.173 milljarða króna í árslok 2020. Lán til viðskiptavina jukust um 9,0% frá áramótum en íbúðalán hækkuðu um 16,4% á sama tíma. Lausafé jókst um 15,3% þrátt fyrir endurkaup á hlutabréfum bankans og arðgreiðslu. Á skuldahliðinni jukust innlán um 12,8% fyrstu níu mánuði ársins og lántaka jókst um 32,8%, mest á þriðja ársfjórðungi þegar bankinn gaf út græn skuldabréf og sértryggð skuldabréf í evrum. Heildar eigið fé nam 195 milljörðum króna í lok tímabilsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Þann 1. júlí síðastliðinn náðust samningar um sölu Arion banka á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor hf. til alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd. Auknar þóknunartekjur beri vott um fjölbreytta starfsemi Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að starfsemi bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi líkt og allt þetta ár. Allir helstu fjárhagsmælikvarðar bankans hafi þróast með jákvæðum hætti á tímabilinu og tekjur af kjarnastarfsemi aukist um 7,5% frá sama tímabili fyrir ári. „Þóknanatekjur bankans halda áfram að aukast og bera fjölbreyttri starfsemi bankans vott. Í takt við jákvæða þróun í efnahagslífi landsins aukast útlán Arion banka um 6% á fjórðungnum. Eiginfjár- og lausafjárhlutföll bankans eru áfram sterk og með því hæsta sem gerist í Evrópu,“ segir hann í tilkynningu. Vörður er dótturfélag Arion banka.Vísir/vilhelm Það fjölgaði um um einn í framkvæmdastjórn á þriðja ársfjórðungi þegar nýtt svið var sett á laggirnar innan bankans. Snýr það að upplifun viðskiptavina með sérstaka áherslu á stafræna þjónustu. Að sögn Benedikts gegnir nýja sviðið meðal annars mikilvægu hlutverki þegar kemur að auknu samstarfi Arion banka og tryggingafélagsins Varðar, dótturfélags bankans. Nú sé unnið að því að flytja starfsemi og þjónustu Varðar í höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Hluti núverandi starfsmanna Varðar mun koma til starfa hjá bankanum á meðan aðrir starfa áfram hjá Verði sem verður áfram sjálfstætt félag. Benedikt segir að nýrri útgáfu sértryggðra skuldabréfa í evrum hafi verið afar vel tekið og vakið eftirtekt á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Um sé að ræða nýjung í fjármögnun bankans sem og mikilvæg viðbót við fjármögnungarkosti hans til framtíðar.
Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira