Arion banki hagnaðist um 8,2 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 27. október 2021 17:54 Höfuðstöðvar Varðar verða brátt fluttar í húsnæði Arion banki í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Arion banki hagnaðist um 8.238 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 17,0% á fjórðungnum samanborið við 8,3% á sama tímabili í fyrra. Hreinar þóknunartekjur jukust um 36% milli ára og hafa aldrei verið hærri á stökum fjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar. Eiginfjárhlutfall bankans var 25,4% þann 30. september 2021. Heildareignir námu 1.346 milljörðum króna í lok september, samanborið við 1.173 milljarða króna í árslok 2020. Lán til viðskiptavina jukust um 9,0% frá áramótum en íbúðalán hækkuðu um 16,4% á sama tíma. Lausafé jókst um 15,3% þrátt fyrir endurkaup á hlutabréfum bankans og arðgreiðslu. Á skuldahliðinni jukust innlán um 12,8% fyrstu níu mánuði ársins og lántaka jókst um 32,8%, mest á þriðja ársfjórðungi þegar bankinn gaf út græn skuldabréf og sértryggð skuldabréf í evrum. Heildar eigið fé nam 195 milljörðum króna í lok tímabilsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Þann 1. júlí síðastliðinn náðust samningar um sölu Arion banka á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor hf. til alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd. Auknar þóknunartekjur beri vott um fjölbreytta starfsemi Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að starfsemi bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi líkt og allt þetta ár. Allir helstu fjárhagsmælikvarðar bankans hafi þróast með jákvæðum hætti á tímabilinu og tekjur af kjarnastarfsemi aukist um 7,5% frá sama tímabili fyrir ári. „Þóknanatekjur bankans halda áfram að aukast og bera fjölbreyttri starfsemi bankans vott. Í takt við jákvæða þróun í efnahagslífi landsins aukast útlán Arion banka um 6% á fjórðungnum. Eiginfjár- og lausafjárhlutföll bankans eru áfram sterk og með því hæsta sem gerist í Evrópu,“ segir hann í tilkynningu. Vörður er dótturfélag Arion banka.Vísir/vilhelm Það fjölgaði um um einn í framkvæmdastjórn á þriðja ársfjórðungi þegar nýtt svið var sett á laggirnar innan bankans. Snýr það að upplifun viðskiptavina með sérstaka áherslu á stafræna þjónustu. Að sögn Benedikts gegnir nýja sviðið meðal annars mikilvægu hlutverki þegar kemur að auknu samstarfi Arion banka og tryggingafélagsins Varðar, dótturfélags bankans. Nú sé unnið að því að flytja starfsemi og þjónustu Varðar í höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Hluti núverandi starfsmanna Varðar mun koma til starfa hjá bankanum á meðan aðrir starfa áfram hjá Verði sem verður áfram sjálfstætt félag. Benedikt segir að nýrri útgáfu sértryggðra skuldabréfa í evrum hafi verið afar vel tekið og vakið eftirtekt á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Um sé að ræða nýjung í fjármögnun bankans sem og mikilvæg viðbót við fjármögnungarkosti hans til framtíðar. Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Hreinar þóknunartekjur jukust um 36% milli ára og hafa aldrei verið hærri á stökum fjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar. Eiginfjárhlutfall bankans var 25,4% þann 30. september 2021. Heildareignir námu 1.346 milljörðum króna í lok september, samanborið við 1.173 milljarða króna í árslok 2020. Lán til viðskiptavina jukust um 9,0% frá áramótum en íbúðalán hækkuðu um 16,4% á sama tíma. Lausafé jókst um 15,3% þrátt fyrir endurkaup á hlutabréfum bankans og arðgreiðslu. Á skuldahliðinni jukust innlán um 12,8% fyrstu níu mánuði ársins og lántaka jókst um 32,8%, mest á þriðja ársfjórðungi þegar bankinn gaf út græn skuldabréf og sértryggð skuldabréf í evrum. Heildar eigið fé nam 195 milljörðum króna í lok tímabilsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Þann 1. júlí síðastliðinn náðust samningar um sölu Arion banka á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor hf. til alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd. Auknar þóknunartekjur beri vott um fjölbreytta starfsemi Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að starfsemi bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi líkt og allt þetta ár. Allir helstu fjárhagsmælikvarðar bankans hafi þróast með jákvæðum hætti á tímabilinu og tekjur af kjarnastarfsemi aukist um 7,5% frá sama tímabili fyrir ári. „Þóknanatekjur bankans halda áfram að aukast og bera fjölbreyttri starfsemi bankans vott. Í takt við jákvæða þróun í efnahagslífi landsins aukast útlán Arion banka um 6% á fjórðungnum. Eiginfjár- og lausafjárhlutföll bankans eru áfram sterk og með því hæsta sem gerist í Evrópu,“ segir hann í tilkynningu. Vörður er dótturfélag Arion banka.Vísir/vilhelm Það fjölgaði um um einn í framkvæmdastjórn á þriðja ársfjórðungi þegar nýtt svið var sett á laggirnar innan bankans. Snýr það að upplifun viðskiptavina með sérstaka áherslu á stafræna þjónustu. Að sögn Benedikts gegnir nýja sviðið meðal annars mikilvægu hlutverki þegar kemur að auknu samstarfi Arion banka og tryggingafélagsins Varðar, dótturfélags bankans. Nú sé unnið að því að flytja starfsemi og þjónustu Varðar í höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Hluti núverandi starfsmanna Varðar mun koma til starfa hjá bankanum á meðan aðrir starfa áfram hjá Verði sem verður áfram sjálfstætt félag. Benedikt segir að nýrri útgáfu sértryggðra skuldabréfa í evrum hafi verið afar vel tekið og vakið eftirtekt á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Um sé að ræða nýjung í fjármögnun bankans sem og mikilvæg viðbót við fjármögnungarkosti hans til framtíðar.
Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf