Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2021 11:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 96 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og eru þrír á gjörgæslu Landspítalans með alvarlega öndunarörðugleika vegna veirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að ef þróun faraldursins heldur áfram að versna sé ekki annað fært í stöðunni en að herða aðgerðir innanlands. Hann segist í dag ekki vera farinn að huga að minnisblaði til heilbrigðisráðherra en það geti þó breyst. Hvort hann muni senda ráðherra minnisblað fyrir helgi liggi ekki fyrir. Þórólfur segir að brýna eigi fyrir almenningi að gæta persónubundinna sóttvarna eins og er því ekki sé nægileg samstaða um hertar aðgerðir. Hann bendir þó á að reynslan sýni að það gangi ekki vel að ná bylgjum niður án þess að beita aðgerðum með reglugerð. „Við höfum alltaf þurft að grípa til aðgerða til að ná þessu niður og ég held að það séu engar aðrar töfralausnir í stöðunni. En auðvitað er ekki mikil stemning fyrir því núna. Það þurfa allir að leggjast á eitt að brýna fyrir fólki að gera það sem gera þarf til að reyna minnka líkur á smiti,“ segir Þórólfur. Að hans mati eigi ekki að þurfa samfélagslegar aðgerðir til að fá fólk til að huga að þessum hlutum en það sé í skoðun og þá sérstaklega með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. „Það ræðst af mörgum hlutum og það ræðst líka af því að fá samstöðu um að gera ákveðna hluti og ég held að það sé líka mjög mikilvægt að reyna að gera það. Það er líka ákall til almennings um að passa sig, þó lögin heimili fólki að safnast saman í stórum hópum og gera allskonar hluti þá held ég að allir ættu að líta eigin barm núna og takmarka það sem við getum, passa og okkur og gera það sem þarf. Ef fólk gerir það og okkur tekst að ná bylgjunni niður á þann veg þá er það mjög ákjósanlegt en við þurfum að beita okkur sjálf ákveðnum takmörkunum til að minnka líkurnar á smiti. Við eigum vonandi ekki þurfa að fá einhverjar reglugerðir og hömlur yfir okkur. En það hefur ekki gengið hingað til almennilega en ég held áfram að vona.“ Þannig að fyrirtæki og aðilar sem eru að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að hugsa málið alvarlega? „Það finnst mér. Mér finnst að menn eigi að hugsa það alvarlega og eigum öll að hugsa um það í okkar daglegu athöfnum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
96 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og eru þrír á gjörgæslu Landspítalans með alvarlega öndunarörðugleika vegna veirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að ef þróun faraldursins heldur áfram að versna sé ekki annað fært í stöðunni en að herða aðgerðir innanlands. Hann segist í dag ekki vera farinn að huga að minnisblaði til heilbrigðisráðherra en það geti þó breyst. Hvort hann muni senda ráðherra minnisblað fyrir helgi liggi ekki fyrir. Þórólfur segir að brýna eigi fyrir almenningi að gæta persónubundinna sóttvarna eins og er því ekki sé nægileg samstaða um hertar aðgerðir. Hann bendir þó á að reynslan sýni að það gangi ekki vel að ná bylgjum niður án þess að beita aðgerðum með reglugerð. „Við höfum alltaf þurft að grípa til aðgerða til að ná þessu niður og ég held að það séu engar aðrar töfralausnir í stöðunni. En auðvitað er ekki mikil stemning fyrir því núna. Það þurfa allir að leggjast á eitt að brýna fyrir fólki að gera það sem gera þarf til að reyna minnka líkur á smiti,“ segir Þórólfur. Að hans mati eigi ekki að þurfa samfélagslegar aðgerðir til að fá fólk til að huga að þessum hlutum en það sé í skoðun og þá sérstaklega með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. „Það ræðst af mörgum hlutum og það ræðst líka af því að fá samstöðu um að gera ákveðna hluti og ég held að það sé líka mjög mikilvægt að reyna að gera það. Það er líka ákall til almennings um að passa sig, þó lögin heimili fólki að safnast saman í stórum hópum og gera allskonar hluti þá held ég að allir ættu að líta eigin barm núna og takmarka það sem við getum, passa og okkur og gera það sem þarf. Ef fólk gerir það og okkur tekst að ná bylgjunni niður á þann veg þá er það mjög ákjósanlegt en við þurfum að beita okkur sjálf ákveðnum takmörkunum til að minnka líkurnar á smiti. Við eigum vonandi ekki þurfa að fá einhverjar reglugerðir og hömlur yfir okkur. En það hefur ekki gengið hingað til almennilega en ég held áfram að vona.“ Þannig að fyrirtæki og aðilar sem eru að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að hugsa málið alvarlega? „Það finnst mér. Mér finnst að menn eigi að hugsa það alvarlega og eigum öll að hugsa um það í okkar daglegu athöfnum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13