Finnur Freyr: Öll ferðalög byrja á einu skrefi Árni Jóhannsson skrifar 28. október 2021 22:21 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, gat leyft sér að brosa eftir að hans menn náðu að bera sigurorð af Vestra 74-67 í fjórðu umferð Subway deildarinnar í körfubolta á heimavelli fyrr í kvöld. Leikurinn varð spennandi en það var vegna þess að bæði lið áttu í miklum erfiðleikum með að skora á löngum köflum eins og stigaskorið ber með sér. Blaðamaður flækti ekki hlutina heldur spurði fyrst Finn hvar leikurinn hafi unnist í kvöld. Finnur flækti hlutina heldur ekki í svari sínu. „Það var bara eitt gott stopp hérna í lokin og á nokkrum góðum körfum.“ Finnur sagði eftir leik við Njarðvíkinga að hans menn þyrftu að bregðast betur við mótlæti þegar það gerir vart við sig og var því spurður að því hvort hann hafi séð það frá þeim í kvöld. Mótlætið gerði nokkrum sinnum vart við sig nefnilega. „Já mér fannst við gera það betur allan tímann. Takturinn kom og fór samt sem áður en mér fannst við allan leikinn vera að skapa fín skot en þetta verður náttúrlega alltaf erfiðara og erfiðara þegar skotin detta ekki.“ Í kjölfarið var Finnur spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað við sína menn eða hvort þeir þyrftu sjálfir að finna taktinn hjá sér til að hlutirnir færu að ganga betur. „Ég treysti þessum gæjum 100%. Það er ferli í gangi sem við erum að vinna í og við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera og eigum langt í land en öll ferðalög byrja á einu skrefi, við erum búin að taka nokkur og þurfum að halda áfram að taka stór skref áfram. Við þurfum að vera þolinmóðir og treysta því sem við erum að gera og treysta hvorum öðrum.“ „Sigur er sigur og þeir eru dýrmætir í þessari deild. Nú er bara að koma bikarleikur á móti sterku liði Blika og við þurfum að vera klárir í það.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vestri 74-67 | Nýliðarnir reyndust Valsmönnum erfiðir Valur tók á móti nýliðum Vestra í Subway-deild karla að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn áttu erfitt með að hrista nýliðana af sér, en unnu að lokum góðan sjö stiga sigur, 74-67. 28. október 2021 21:51 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Sjá meira
Blaðamaður flækti ekki hlutina heldur spurði fyrst Finn hvar leikurinn hafi unnist í kvöld. Finnur flækti hlutina heldur ekki í svari sínu. „Það var bara eitt gott stopp hérna í lokin og á nokkrum góðum körfum.“ Finnur sagði eftir leik við Njarðvíkinga að hans menn þyrftu að bregðast betur við mótlæti þegar það gerir vart við sig og var því spurður að því hvort hann hafi séð það frá þeim í kvöld. Mótlætið gerði nokkrum sinnum vart við sig nefnilega. „Já mér fannst við gera það betur allan tímann. Takturinn kom og fór samt sem áður en mér fannst við allan leikinn vera að skapa fín skot en þetta verður náttúrlega alltaf erfiðara og erfiðara þegar skotin detta ekki.“ Í kjölfarið var Finnur spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað við sína menn eða hvort þeir þyrftu sjálfir að finna taktinn hjá sér til að hlutirnir færu að ganga betur. „Ég treysti þessum gæjum 100%. Það er ferli í gangi sem við erum að vinna í og við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera og eigum langt í land en öll ferðalög byrja á einu skrefi, við erum búin að taka nokkur og þurfum að halda áfram að taka stór skref áfram. Við þurfum að vera þolinmóðir og treysta því sem við erum að gera og treysta hvorum öðrum.“ „Sigur er sigur og þeir eru dýrmætir í þessari deild. Nú er bara að koma bikarleikur á móti sterku liði Blika og við þurfum að vera klárir í það.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vestri 74-67 | Nýliðarnir reyndust Valsmönnum erfiðir Valur tók á móti nýliðum Vestra í Subway-deild karla að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn áttu erfitt með að hrista nýliðana af sér, en unnu að lokum góðan sjö stiga sigur, 74-67. 28. október 2021 21:51 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Vestri 74-67 | Nýliðarnir reyndust Valsmönnum erfiðir Valur tók á móti nýliðum Vestra í Subway-deild karla að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn áttu erfitt með að hrista nýliðana af sér, en unnu að lokum góðan sjö stiga sigur, 74-67. 28. október 2021 21:51