Heimila samruna Marels og Völku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2021 11:35 Frá verkstæði Völku. Vísir/VIlhelm Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Marels og Völku. Á annan tug athugasemda bárust eftirlitinu vegna málsins og töldu keppinautar fyrirtækjanna að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu og einokunarstöðu á vissum mörkuðum. Þetta kemur fram á vef eftirlitsins þar sem rannsókn þess á samrunanum hafi verið umfangsmikil, en fyrirtækin starfa bæði bæði við framleiðslu og þjónustu búnaðar sem notaður er til matvælavinnslu. Leitaði eftirlitið sjónarmiða keppinauta og viðskiptavina fyrirtækjanna og bárust á annan tug athugasemda frá löndum í Evrópu, Norður-Ameríku og Eyjaálfu. Samandregið beindust innsendar athugasemdir einkum að því að samrunaaðilar hafa báðir yfir að ráða tækni við vatnsskurð og stýringu vatnsskurðar sem vernduð er með einkaleyfum og skapar samrunaaðilum verulegt samkeppnisforskot, að mati margra umsagnaraðila. Auk þess töldu sumir keppinautar samrunaaðila að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu á sviði tækja og búnaðar til frekari vinnslu á fiski. Áhyggjur af mögulegri einokunarstöðu Marels Í mati Samkeppniseftirlitsins, sem lesa má hér, kemur meðal annars fram að Í samtölunum eftirlitsins við viðskiptavini fyrirtæljanna hafi komið fram að Valka og Marel séu einu tvö fyrirtækin sem framleiði og selji vatnsskurðarvélar tengdar röntgentækni fyrir fisk á heimsvísu. Höfuðstöðvar Marels eru í Garðabæ.Vísir/Hanna Fyrir samrunann væri því ekki mikil samkeppni. Eftir samrunann komi Marel þannig til með að vera í einokunarstöðu á markaðnum sem komi til með að gera viðskiptavinum erfitt fyrir að semja við Marel, að mati viðskiptavina fyrirtækjanna. Samkeppniseftirlitsins er komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til íhlutunar vegna samrunans og kemur það einkum til af tvennu. Í fyrsta lagi vegna þess að samkeppnislegt aðhald sé til staðar af hálfu sterkra alþjóðlegra fyrirtækja í sölu og þjónustu hér á landi og í öðru lagi vegna þess að viðskiptavinir myndu leita til erlendra fyrirtækja ef fyrirtæki hér á landi uppfylltu ekki þarfir þeirra þegar kæmi að vöruframboði, verði eða gæðum. Lesa má ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hér Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Marel hagnaðist um 3,5 milljarða Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra. 20. október 2021 20:00 Hafa samið um kaup Marels á Völku Marel hefur skrifað undir samning um kaup á Völku ehf., íslensku hátæknifyrirtæki sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað. 5. júlí 2021 12:59 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef eftirlitsins þar sem rannsókn þess á samrunanum hafi verið umfangsmikil, en fyrirtækin starfa bæði bæði við framleiðslu og þjónustu búnaðar sem notaður er til matvælavinnslu. Leitaði eftirlitið sjónarmiða keppinauta og viðskiptavina fyrirtækjanna og bárust á annan tug athugasemda frá löndum í Evrópu, Norður-Ameríku og Eyjaálfu. Samandregið beindust innsendar athugasemdir einkum að því að samrunaaðilar hafa báðir yfir að ráða tækni við vatnsskurð og stýringu vatnsskurðar sem vernduð er með einkaleyfum og skapar samrunaaðilum verulegt samkeppnisforskot, að mati margra umsagnaraðila. Auk þess töldu sumir keppinautar samrunaaðila að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu á sviði tækja og búnaðar til frekari vinnslu á fiski. Áhyggjur af mögulegri einokunarstöðu Marels Í mati Samkeppniseftirlitsins, sem lesa má hér, kemur meðal annars fram að Í samtölunum eftirlitsins við viðskiptavini fyrirtæljanna hafi komið fram að Valka og Marel séu einu tvö fyrirtækin sem framleiði og selji vatnsskurðarvélar tengdar röntgentækni fyrir fisk á heimsvísu. Höfuðstöðvar Marels eru í Garðabæ.Vísir/Hanna Fyrir samrunann væri því ekki mikil samkeppni. Eftir samrunann komi Marel þannig til með að vera í einokunarstöðu á markaðnum sem komi til með að gera viðskiptavinum erfitt fyrir að semja við Marel, að mati viðskiptavina fyrirtækjanna. Samkeppniseftirlitsins er komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til íhlutunar vegna samrunans og kemur það einkum til af tvennu. Í fyrsta lagi vegna þess að samkeppnislegt aðhald sé til staðar af hálfu sterkra alþjóðlegra fyrirtækja í sölu og þjónustu hér á landi og í öðru lagi vegna þess að viðskiptavinir myndu leita til erlendra fyrirtækja ef fyrirtæki hér á landi uppfylltu ekki þarfir þeirra þegar kæmi að vöruframboði, verði eða gæðum. Lesa má ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hér
Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Marel hagnaðist um 3,5 milljarða Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra. 20. október 2021 20:00 Hafa samið um kaup Marels á Völku Marel hefur skrifað undir samning um kaup á Völku ehf., íslensku hátæknifyrirtæki sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað. 5. júlí 2021 12:59 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Marel hagnaðist um 3,5 milljarða Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra. 20. október 2021 20:00
Hafa samið um kaup Marels á Völku Marel hefur skrifað undir samning um kaup á Völku ehf., íslensku hátæknifyrirtæki sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað. 5. júlí 2021 12:59