Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2021 16:50 Landamæraverðir Talibana á ferð í Lashkar Gah í Helmand-héraði. AP/Abdul Khaliq Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana. Þurrkar hafa komið verulega niður á uppskeru í landinu og stendur þjóðin frammi fyrir mögulegri hungursneyð og frekari fólksflótta. Því vilja Talibanar koma höndum yfir sjóði Afganistans erlendis. „Þessi peningar eru eiga afgönsku þjóðarinnar. Látið okkur fá okkar eigin peninga,“ sagði talsmaður fjármálaráðuneytis Talibana í viðtali við Reuters. Fréttaveitan hefur einnig eftir að honum að það sé siðferðislega rangt að frysta sjóðina og það brjóti gegn alþjóðalögum og gildum heimsins. Sjá einnig: Aftökur og aflimanir hefjast á ný Shah Mehrabi, sem situr í stjórn Seðlabanka Afganistans, sagði Reuters að veita þyrfti Talibönum aðgang að sjóðunum. Annars hefði það mikil áhrif á Evrópu. Að Afganar myndu hvorki geta fundið sér mat né haft efni á honum. Vestræn ríki hafa ekki viljað viðurkenna ríkisstjórn Talibana formlega en vilja þó koma í veg fyrir að hagkerfi ríkisins hrynji alfarið. Sjá einnig: Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Með brottför Bandaríkjanna og annarra bakhjarla fyrrverandi ríkisstjórnar landsins frá Afganistan sitja Talibanar eftir með mun minni tekjur en áður. Ríkisrekstur Afganistans var að stærstum hluta keyrður áfram á fjárveitingum erlendis frá og þær eru verulega takmarkaðar núna. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Bandaríkin myndu veita Afganistan 144 milljónir dala í neyðaraðstoð vegna ástandsins þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post á sú aðstoð að fara í gegnum óháð hjálparsamtök sem muni styðja afgönsku þjóðina með beinum hætti. þar með taldir væru flóttamenn frá Afganistan í öðrum ríkjum. Mehrabi sagði Reuters þó að Talibanar þyrftu 150 milljónir á mánuði til að koma í veg fyrir neyðarástand í landinu. Án þess muni afganskir innflytjendur ekki geta flutt inn vörur og nauðsynjar. Vill hann sérstaklega að Talibanar fái aðgang að rúmlega fimm hundruð milljónum dala í Þýskalandi og nefndi einnig um 660 milljónir í Sviss. Afganistan Bandaríkin Þýskaland Sviss Tengdar fréttir Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00 Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Þurrkar hafa komið verulega niður á uppskeru í landinu og stendur þjóðin frammi fyrir mögulegri hungursneyð og frekari fólksflótta. Því vilja Talibanar koma höndum yfir sjóði Afganistans erlendis. „Þessi peningar eru eiga afgönsku þjóðarinnar. Látið okkur fá okkar eigin peninga,“ sagði talsmaður fjármálaráðuneytis Talibana í viðtali við Reuters. Fréttaveitan hefur einnig eftir að honum að það sé siðferðislega rangt að frysta sjóðina og það brjóti gegn alþjóðalögum og gildum heimsins. Sjá einnig: Aftökur og aflimanir hefjast á ný Shah Mehrabi, sem situr í stjórn Seðlabanka Afganistans, sagði Reuters að veita þyrfti Talibönum aðgang að sjóðunum. Annars hefði það mikil áhrif á Evrópu. Að Afganar myndu hvorki geta fundið sér mat né haft efni á honum. Vestræn ríki hafa ekki viljað viðurkenna ríkisstjórn Talibana formlega en vilja þó koma í veg fyrir að hagkerfi ríkisins hrynji alfarið. Sjá einnig: Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Með brottför Bandaríkjanna og annarra bakhjarla fyrrverandi ríkisstjórnar landsins frá Afganistan sitja Talibanar eftir með mun minni tekjur en áður. Ríkisrekstur Afganistans var að stærstum hluta keyrður áfram á fjárveitingum erlendis frá og þær eru verulega takmarkaðar núna. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Bandaríkin myndu veita Afganistan 144 milljónir dala í neyðaraðstoð vegna ástandsins þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post á sú aðstoð að fara í gegnum óháð hjálparsamtök sem muni styðja afgönsku þjóðina með beinum hætti. þar með taldir væru flóttamenn frá Afganistan í öðrum ríkjum. Mehrabi sagði Reuters þó að Talibanar þyrftu 150 milljónir á mánuði til að koma í veg fyrir neyðarástand í landinu. Án þess muni afganskir innflytjendur ekki geta flutt inn vörur og nauðsynjar. Vill hann sérstaklega að Talibanar fái aðgang að rúmlega fimm hundruð milljónum dala í Þýskalandi og nefndi einnig um 660 milljónir í Sviss.
Afganistan Bandaríkin Þýskaland Sviss Tengdar fréttir Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00 Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00
Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34
Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00
Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent