Erlent

Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Útsýni yfir Vava'u í Tonga.
Útsýni yfir Vava'u í Tonga. Getty Images

Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni.

Yfir hundrað þúsund manns búa á eyjunni en eyjan er í Suður-Kyrrahafi, norðvestur af Nýja-Sjálandi. Vináttueyjar voru eitt fárra eftirstandandi ríkja sem ekki höfðu glímt við tilfelli kórónuveirunnar.

Sá smitaði var fullbólusettur og kom með flugi frá Nýja-Sjálandi. Hann hafði áður fengið neikvætt úr sýnatöku, að því er segir á vef BBC.

Forsætisráðherrann smáríkisins, Pohiva Tuionetoa, varar við því að fleiri gætu verið smitaðir. Heilbrigðisstarfsmenn, lögreglumenn og aðrir sem komust í snertingu við þann smitaða eru nú í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×