Heimamenn í Kanarí byrjuðu leikinn mun betur og voru 15 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 50-35. Í þeim síðari bitu gestirnir frá sér og minnkuðu muninn hægt og rólega.
Því miður tókst þeim ekki að komast alla leið og stela sigrinum en heimamenn unnu á endanum þriggja stiga sigur, lokatölur 79-76.
Tryggvi Snær skoraði 9 stig í liði Zaragoza ásamt því að taka 3 fráköst og gefa 3 stoðsendingar.
Zaragoza er í 14. sæti deildarinnar með aðeins þrjá sigra að loknum átta umferðum.