„Maður sem kom inn í deildina, var bara svona ´rulluspilari´ og í raun varla það, var rétt að fá mínútur. Hefur svo vaxið, vaxið og vaxið og er nú kominn í A-landsliðið. Maðurinn sem Lárus Jónsson talaði um að væri einn besti leikmaður Þórs í gær, Davíð Arnar Ágústsson. Það eru fáir sem eru jafn miklir skemmtikraftar innan vallar sem utan,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, um þennan einstaka leikmann áður en Darri Freyr tók til máls.
„Það er engin spurning. Einhvern tímann var ég að tuða yfir því við Almar (Orra Atlason), bróðir minn að hann væri slappur varnarlega – það er áður en hann tók sig í gegn eins og sjáanlega hann gerði – og þá sagði Almar þessi fleygu orð „shooters get paid“ (þýðing: skyttur fá borgað) og það er ótrúlega gott að byrja á þeim grunni.“
„Að vera góð skytta,“ bætti Kjartan Atli við.
„Nákvæmlega, þá er svo auðvelt að finna ástæðu til að hafa þig inn á. Svo þegar þú bætir við hlutum við eins og góðri ákvarðanatöku, sem hann hefur. Hann er ekkert að pæla í sjálfum sér þegar hann spilar þessa leiki og er tilbúinn að leggja allt inn fyrir liðið. Svo bara að ná að halda sér fyrir framan fólk, þá ertu inná vellinum,“ sagði Darri Freyr að endingu.
Myndband af umræðu þeirra félaga um Davíð Arnar má sjá í spilaranum hér að neðan.