Kynferðisbrot muni ekki líðast í framvarðarsveit hestamanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. nóvember 2021 13:00 Guðni Halldórsson formaður Landssambands hestamannafélaga, telur að sambandið hafa tekið rétta ákvörðun í máli landsliðsmannsins. Samsett/Landssamband hestamannafélaga Formaður Landssambands hestamanna segir það hafa verið erfiða ákvörðun að víkja einum fremsta knappa Íslands úr landsliðinu vegna kynferðisbrotamáls. Hann segir ekki verjandi að taka ekki ákvörðun þegar mál af þessum toga koma upp og telur að sambandið hafi tekið rétta ákvörðun. Stjórn og landsliðsnefnd sambandsins tilkynntu í gær að knapanum hafi verið vísað úr landsliðshópinum vegna dóms sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára gamalli stúlku árið 1993. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segist ekki vita til þess að mál af þessum toga hafi komið upp innan sambandsins áður. „Ég held nú að þetta sé stærsta ákvörðun sem að sérsamband hefur þurft að standa frammi fyrir, að víkja sínum stærsta keppenda og stærsta nafni í keppnisgreininni úr landsliði,“ segir Guðni. „Við teljum ekki verjandi fyrir okkur sem eitt af stærstu sérsamböndum innan ÍSÍ að taka ekki á svona málum. Kynferðisbrotamál, sér í lagi þegar kemur að börnum, geta ekki og munu ekki líðast í okkar framvarðarsveit,“ segir hann enn fremur. Guðni segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hann heyrði fyrst af málinu í síðustu viku þegar Mannlíf flutti fréttir af brotum landsliðsmannsins. Í yfirlýsingu frá stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er landsliðsmaðurinn ekki nafngreindur en ljóst er að um sé að ræða knapann Jóhann Rúnar Skúlason. Í fréttum kom einnig fram að Jóhann hafi nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi en að sögn Guðna var helst litið til kynferðisbrotsins við ákvörðunina um að víkja honum úr landsliðinu. Við ákvörðunina var tekið mið af lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en samkvæmt lögunum er óheimilt að velja einstaklinga sem hafa hlotið refsidóma fyrir kynferðisbrot. Að sögn Guðna gildir sú regla ekki beinlínis fyrir landsliðsmenn eða keppendur innan sambanda ÍSÍ en stjórninni hafi fundist einbúið að reglan ætti einnig við um fulltrúa og fyrirmyndir sambandsins. „Það eru auðvitað alltaf einhverjar skiptar skoðanir en það sem kemur til mín alla vega virðast menn vera sammála um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. En það þarf að taka ákvarðanir í erfiðum málum og í mínum huga var ekki möguleiki að taka ekki ákvörðun,“ segir Guðni. Mikil umræða hefur verið um meint kynferðisbrot íþróttamanna, til að mynda landsliðsmanna í knattspyrnu, undanfarið og segir Guðni flesta meðvitaða um þá stöðu sem nú er uppi. „Auðvitað spilar allt inn í sem er hluti af okkar samfélagi og það er öðruvísi umræða og öðruvísi hugsanlega tekið á málum í dag heldur en fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt hvort það hefði verið eitthvað öðruvísi þá ef svona mál hefði komið upp en þetta er staðan í dag,“ segir Guðni. „Þessi ákvörðun var tekin miðað við umhverfi og stöðuna í dag og við stöndum á bak við hana.“ Kynferðisofbeldi Hestar Íslendingar erlendis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stjórn og landsliðsnefnd sambandsins tilkynntu í gær að knapanum hafi verið vísað úr landsliðshópinum vegna dóms sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára gamalli stúlku árið 1993. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segist ekki vita til þess að mál af þessum toga hafi komið upp innan sambandsins áður. „Ég held nú að þetta sé stærsta ákvörðun sem að sérsamband hefur þurft að standa frammi fyrir, að víkja sínum stærsta keppenda og stærsta nafni í keppnisgreininni úr landsliði,“ segir Guðni. „Við teljum ekki verjandi fyrir okkur sem eitt af stærstu sérsamböndum innan ÍSÍ að taka ekki á svona málum. Kynferðisbrotamál, sér í lagi þegar kemur að börnum, geta ekki og munu ekki líðast í okkar framvarðarsveit,“ segir hann enn fremur. Guðni segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hann heyrði fyrst af málinu í síðustu viku þegar Mannlíf flutti fréttir af brotum landsliðsmannsins. Í yfirlýsingu frá stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er landsliðsmaðurinn ekki nafngreindur en ljóst er að um sé að ræða knapann Jóhann Rúnar Skúlason. Í fréttum kom einnig fram að Jóhann hafi nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi en að sögn Guðna var helst litið til kynferðisbrotsins við ákvörðunina um að víkja honum úr landsliðinu. Við ákvörðunina var tekið mið af lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en samkvæmt lögunum er óheimilt að velja einstaklinga sem hafa hlotið refsidóma fyrir kynferðisbrot. Að sögn Guðna gildir sú regla ekki beinlínis fyrir landsliðsmenn eða keppendur innan sambanda ÍSÍ en stjórninni hafi fundist einbúið að reglan ætti einnig við um fulltrúa og fyrirmyndir sambandsins. „Það eru auðvitað alltaf einhverjar skiptar skoðanir en það sem kemur til mín alla vega virðast menn vera sammála um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. En það þarf að taka ákvarðanir í erfiðum málum og í mínum huga var ekki möguleiki að taka ekki ákvörðun,“ segir Guðni. Mikil umræða hefur verið um meint kynferðisbrot íþróttamanna, til að mynda landsliðsmanna í knattspyrnu, undanfarið og segir Guðni flesta meðvitaða um þá stöðu sem nú er uppi. „Auðvitað spilar allt inn í sem er hluti af okkar samfélagi og það er öðruvísi umræða og öðruvísi hugsanlega tekið á málum í dag heldur en fyrir fimm árum. Ég get ekki sagt hvort það hefði verið eitthvað öðruvísi þá ef svona mál hefði komið upp en þetta er staðan í dag,“ segir Guðni. „Þessi ákvörðun var tekin miðað við umhverfi og stöðuna í dag og við stöndum á bak við hana.“
Kynferðisofbeldi Hestar Íslendingar erlendis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira