Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Starfsfólk Eflingar segist hafa upplifað vanlíðan og hræðslu í starfi vegna slæmrar framkomu og hótana stjórnenda um uppsögn. Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar hafa látið af störfum hjá félaginu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Við ræðum einnig við formann Ungra umhverfissinna í beinni útsendingu frá Glasgow þar sem COP26-ráðstefnan fer nú fram. Þjóðarleiðtogar kynntu aðgerðaráætlanir sínar í dag og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bað fólk um að hætta að koma fram við náttúruna eins og salerni.

Þá förum við yfir mál lögreglukonu sem liggur undir ámæli vegna ummæla um þolendur kynferðisbrota og hittum jólabörn úr Kópavoginum sem eru þegar búin að skreyta húsið sitt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×