Lífið

Baskin-hjónin stefna Net­flix vegna Tiger King 2

Atli Ísleifsson skrifar
Hjónin Carole og Howard Baskin eru ekki ánægð með Netflix og framleiðsluna á nýrri þáttaröð af Tiger King.
Hjónin Carole og Howard Baskin eru ekki ánægð með Netflix og framleiðsluna á nýrri þáttaröð af Tiger King. Getty

Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum.

Bandarískir fjölmiðlar segja að Baskin hafi leitað til dómstóla í Tampa í Flórída vegna málsins

Baskin, sem sjálf er eigandi dýraathvarfs í Flórída, og eiginmaður hennar, Howard Baskin, hafa sakað Royal Goode Productions og Netflix um brotin. Vilja þau meina að þau hafi einungis heimilað notkun á myndefni í fyrstu þáttaröðinni – þáttaraðar sem hún hefur lýst sem „sorpi“.

Baskin-hjónin hafa farið fram á að öllu myndefni þar sem Baskin-hjónin sjást verði klippt út úr annarri þáttaröðinni. 

Í stefnunni segir einnig að hjónin telji fyrstu þáttaröðina hafa verið misvísandi, að ósanngjörn mynd hafi verið dregin upp af dýraathvarfi Baskins, Big Cat Rescue, þar sem þau eru sökuð um dýraníð. Þá sé Carole Baskin einnig mjög ósátt hvernig hún sé bendluð við hvarfið á fyrrverandi eiginmanni sínum árið 1997.

Baskin varð heimsfræg eftir að þættirnir Tiger King á Netflix fóru sem eldur í sinu um heiminn á síðasta ári. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joe Exotic, en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa greitt manni fyrir að myrða Baskin og sömuleiðis dýraníð.

Önnur þáttaröð Tiger King verður frumsýnd 17. nóvember næstkomandi.


Tengdar fréttir

Önnur þátta­röð Tiger King frum­sýnd í nóvember

Netflix birtu stiklu úr nýrri þáttaröð Tiger King fyrr í dag. Serían er númer tvö í röðinni en sú fyrsta naut gríðarlegra vinsælda um allan heim. Til stendur að frumsýna þáttaröðina þann 17. nóvember næstkomandi.

Tiger King-stjarna látin

Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri.

Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabba­meins

Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×