Biðjast afsökunar á að hafa óvart sýnt frá Emil í höndum sjúkrafólks Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2021 08:01 Emil er samningsbundinn Sarpsborg í Noregi en að láni hjá Sogndal. MYND/SARPSBORG08.NO Sjónvarpsstöðin Discovery hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt frá því þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að Emil Pálssyni sem fór í hjartastopp í fótboltaleik með Sogndal í Noregi í gær. Endurlífgunartilraunir báru árangur og Emil var með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu á Haukeland-spítalann þar sem hlúð er að honum. Fjöldi fólks hefur í gegnum samfélagsmiðla sent Emil hlýlegar kveðjur á meðan að frekari fregna er beðið af líðan hans. „Ég elska þig. Sjáumst á morgun,“ skrifaði Stefán Pálsson, bróðir Emils, í gærkvöld. @EmilPals ég elska þig sjáumst á morgun pic.twitter.com/mbmODD8oho— Stefán Pálsson (@stebbipals) November 1, 2021 Emil hné niður á 12. mínútu í leik gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni. Discovery var með netútsendingu frá leiknum en eftir að Emil hné niður var myndavélinni beint í burtu frá atvikinu. Fyrir það var Discovery hrósað, meðal annars af Lasse A. Vangstein sem stýrir hlaðvarpsþætti um norska fótboltann. „Til fyrirmyndar!“ skrifaði Vangstein á Twitter en snerist hugur nokkrum mínútum seinna þegar myndavélinni var aftur beint að Emil og sjúkraflutningamönnum sem reyndu að bjarga lífi hans, og tókst það. Atvikið minnti á það þegar Christian Eriksen hné niður á EM í sumar en sjónvarpsstöðvar voru þá einnig gagnrýndar fyrir að sýna of mikið frá atvikinu. „Hefði auðvitað ekki átt að gerast“ Martin Hinsch, talsmaður Discovery, segir í samtali við Dagbladet að mistök hafi verið gerð með því að sýna frá atvikinu í gær: „Það eru bara vonbrigði að við skyldum snúa aftur til atviksins. Þetta var leikur með einni sjónvarpsmyndavél og það urðu mistök í samskiptum. Tökumaðurinn hélt að útsendingunni væri lokið og súmmeraði þess vegna á atvikið til að taka upp efni eins og fréttatökumaður myndi gera. Þetta hefði auðvitað ekki átt að gerast á meðan að við vorum enn að sýna frá leiknum og við biðjum þá sem málið snertir og almenning afsökunar,“ sagði Hinsch. Norski boltinn Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Sjá meira
Endurlífgunartilraunir báru árangur og Emil var með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu á Haukeland-spítalann þar sem hlúð er að honum. Fjöldi fólks hefur í gegnum samfélagsmiðla sent Emil hlýlegar kveðjur á meðan að frekari fregna er beðið af líðan hans. „Ég elska þig. Sjáumst á morgun,“ skrifaði Stefán Pálsson, bróðir Emils, í gærkvöld. @EmilPals ég elska þig sjáumst á morgun pic.twitter.com/mbmODD8oho— Stefán Pálsson (@stebbipals) November 1, 2021 Emil hné niður á 12. mínútu í leik gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni. Discovery var með netútsendingu frá leiknum en eftir að Emil hné niður var myndavélinni beint í burtu frá atvikinu. Fyrir það var Discovery hrósað, meðal annars af Lasse A. Vangstein sem stýrir hlaðvarpsþætti um norska fótboltann. „Til fyrirmyndar!“ skrifaði Vangstein á Twitter en snerist hugur nokkrum mínútum seinna þegar myndavélinni var aftur beint að Emil og sjúkraflutningamönnum sem reyndu að bjarga lífi hans, og tókst það. Atvikið minnti á það þegar Christian Eriksen hné niður á EM í sumar en sjónvarpsstöðvar voru þá einnig gagnrýndar fyrir að sýna of mikið frá atvikinu. „Hefði auðvitað ekki átt að gerast“ Martin Hinsch, talsmaður Discovery, segir í samtali við Dagbladet að mistök hafi verið gerð með því að sýna frá atvikinu í gær: „Það eru bara vonbrigði að við skyldum snúa aftur til atviksins. Þetta var leikur með einni sjónvarpsmyndavél og það urðu mistök í samskiptum. Tökumaðurinn hélt að útsendingunni væri lokið og súmmeraði þess vegna á atvikið til að taka upp efni eins og fréttatökumaður myndi gera. Þetta hefði auðvitað ekki átt að gerast á meðan að við vorum enn að sýna frá leiknum og við biðjum þá sem málið snertir og almenning afsökunar,“ sagði Hinsch.
Norski boltinn Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Sjá meira