Cristiano Ronaldo bjargaði stigi fyrir United 2. nóvember 2021 21:56 Cristiano Ronaldi jafnar metin fyrir United. Emilio Andreoli/Getty Images Enska knattspyrnufélgaið Manchester United bjargaði sér fyrir horn er liðið heimsótti Atalanta í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Cristiano Ronaldo var hetja United þegar hann tryggði liðinu 2-2 jafntefli í uppbótartíma. Josip Ilicic kom heimamönnum í 1-0 forystu strax á 12. mínútu eftir klaufaleg mistök David De Gea í marki United og þetta virtist ætla að verða eina mark fyrri hálfleiksins. Cristiano Ronaldo sá þó til þess að staðan var jöfn er hann batt endahnútinn á flotta sókn United manna. Þó verður að hrósa Bruno Fernandes fyrir sinn þátt í markinu, en það var stórglæsileg hælsending hans sem fann Ronaldo áður en hann skoraði. Staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Seinni hálfleikur var þó ekki nema rétt rúmlega tíu mínútna gamall þegar það breyttist. Þar var á ferðinni Duvan Zapata þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Rauðu djöflanna eftir langa sendingu frá Jose Luis Palomino. Varnarleikur United var ekkert til að hrópa húrra fyrir í aðdraganda marksins, en engu að síður virkilega vel klárað hjá Zapata. Það var svo ekki fyrr en að komin var tæplega mínúta fram yfir venjulegan leiktíma að jöfnunarmark United kom loksins. Þá var það fyrrnefndur Cristiano Ronaldo sem sá til þess að Manchester United fór með eitt stig með sér aftur til Englands þegar hann tók boltann á lofti fyrir utan teig og hamraði honum í fjærhornið. Manchester United heldur því toppsæti F-riðils með sjö stig, tveimur stigum meira en Atalanta sem stiur í þriðja sæti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Enska knattspyrnufélgaið Manchester United bjargaði sér fyrir horn er liðið heimsótti Atalanta í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Cristiano Ronaldo var hetja United þegar hann tryggði liðinu 2-2 jafntefli í uppbótartíma. Josip Ilicic kom heimamönnum í 1-0 forystu strax á 12. mínútu eftir klaufaleg mistök David De Gea í marki United og þetta virtist ætla að verða eina mark fyrri hálfleiksins. Cristiano Ronaldo sá þó til þess að staðan var jöfn er hann batt endahnútinn á flotta sókn United manna. Þó verður að hrósa Bruno Fernandes fyrir sinn þátt í markinu, en það var stórglæsileg hælsending hans sem fann Ronaldo áður en hann skoraði. Staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Seinni hálfleikur var þó ekki nema rétt rúmlega tíu mínútna gamall þegar það breyttist. Þar var á ferðinni Duvan Zapata þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Rauðu djöflanna eftir langa sendingu frá Jose Luis Palomino. Varnarleikur United var ekkert til að hrópa húrra fyrir í aðdraganda marksins, en engu að síður virkilega vel klárað hjá Zapata. Það var svo ekki fyrr en að komin var tæplega mínúta fram yfir venjulegan leiktíma að jöfnunarmark United kom loksins. Þá var það fyrrnefndur Cristiano Ronaldo sem sá til þess að Manchester United fór með eitt stig með sér aftur til Englands þegar hann tók boltann á lofti fyrir utan teig og hamraði honum í fjærhornið. Manchester United heldur því toppsæti F-riðils með sjö stig, tveimur stigum meira en Atalanta sem stiur í þriðja sæti.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti