Innlent

Nýja varðskipið lagt af stað til Siglufjarðar

Kjartan Kjartansson skrifar
Einar Valsson, skipherra, í brú Freyju þegar hún lagði upp frá Rotterdam í dag.
Einar Valsson, skipherra, í brú Freyju þegar hún lagði upp frá Rotterdam í dag. Guðmundur St. Valdimarsson

Freyja, nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, lagði af stað til Íslands frá Rotterdam í Hollandi í dag. Skipið er væntanlegt til Sigulufjarðar á laugardag en það á að leysa varðskipið Tý af hólmi.

Siglingin heim á tað taka fjóra daga. Gert er ráð fyrir að Freyja leggist að Bæjarbryggjunni á Siglufirði klukkan 13:30 á laugardag, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Skipið er sérútbúið til þess að sinna löggæslu, leit og björgun á krefjandi hafsvæðum umhverfis Ísland.

Landhelgisgæslan keypti skipið af Offshore Support GmbH. SÞað var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár verið notað til að þjónusta olíuiðnaðinni. Freyja verður gerð út frá Siglufirði. Hún kemur í staðinn fyrir varðskipið Tý sem er orðið hálfrar aldar gamalt.


Tengdar fréttir

Undir­búa heim­siglinguna frá Rotter­dam

Landhelgisgæslan fékk formlega afhent nýja varðskipið Freyju á fimmtudaginn. Áhöfn skipsins vinnur nú að því að undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam, þar sem skipið var í slipp.

Gera Freyju út frá Siglufirði

Landhelgisgæsla Íslands hefur gert samning um kaup á varðskipinu Freyju af Offshore Support GmbH. Skipið var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár verið notað til að þjónusta olíuiðnaðinni. Það verður gert út frá Siglufirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×