Innlent

Inga Sæ­land: Málin fari að skýrast í kringum helgina

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd.
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd. Vísir/Vilhelm

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag.

Inga segir hlutina nú að þokast í rétta átt en í heild hafa sautján kærur borist til nefndarinnar, flestar vegna framkvæmdar kosninga í norðvesturkjördæmi.

Hún segir ótímabært að velta því upp að svo stöddu hvað verður gert eftir að nefndin hefur lokið störfum en það verður í höndum Alþingis. 

Inga segist þó vona að þau láti ágallana í kosningunum sér að kenningu verða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×