Fótbolti

Wolfsburg hleypti spennu í G-riðil

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Wolfsburg krækti í mikilvæg stig í kvöld.
Wolfsburg krækti í mikilvæg stig í kvöld. Martin Rose/Getty Images

Þýska liðið Wolfsburg krækti sér í þrjú mikilvæg stig með 2-1 sigri er liðið tók á móti Salzburg í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Það tók heimamenn ekki nema rétt rúmar þrjár mínútur að brjóta ísinn þegar Ridle Baku stýrði fyrirgjöf Yannick Gerhardt í netið og staðan orðin 1-0.

Maximilian Woeber jafnaði metin fyrir gestina eftir hálftíma leik beint úr aukaspyrnu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Eftir klukkutíma leik tóku heimamenn í Wolfsburg forystuna á ný með marki frá Lukas Nmecha, en það reyndist sigurmark leiksins.

Wolfsburg situr nú í öðru sæti G-riðils með fimm stig eftir fjóra leiki, tveimur stigum á eftir Salzburg. Sevilla og Lille mætast seinna í kvöld, en sigurliðið úr þeim leik blandar sér ræiklega í baráttuna um að komat upp úr riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×