Viðskipti innlent

Tekur við starfi markaðs­stjóra Keilis

Atli Ísleifsson skrifar
Alexandra Tómasdóttir.
Alexandra Tómasdóttir. Keilir

Alexandra Tómasdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs og hefur hún þegar hafið störf.

Í tilkynningu segir að Alexandra hafi starfað sem markaðsstjóri Flugakademíu Íslands síðan í apríl á þessu ári og taki við stöðu markaðsstjóra Keilis af Arnbirni Ólafssyni, sem sinnt hafði starfinu síðustu tólf ár.

Hún mun leiða markaðsstarf skólanna og stýra þróun vörumerkjanna til framtíðar.

„Alexandra býr yfir mikilli reynslu og menntun á sviði markaðsmála og kom hún til Flugakademíu Íslands frá Private Travel Iceland þar sem hún sinnti stöðu markaðsstjóra frá árinu 2016. Hún er með BS í Business Administration með áherslu á markaðsfræði frá Auburn University Montgomery og MS í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Um Keili segir að það sé miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs leiðandi og framsækið menntafyrirtæki á Suðurnesjum. „Keilir hefur það að markmiði að byggja upp námsmannasamfélag þar sem boðið er upp á vandað nám með áherslu á nýstárlega kennsluhætti og fyrsta flokks aðstöðu. Keilir skiptist í fjóra sérhæfða skóla sem innihalda fjölbreytt námsframboð þar sem áhersla er á að laga sig að þörfum og kröfum nútímanemenda. Skólarnir eru Háskólabrú, Flugakademía Íslands, Menntaskólinn á Ásbrú og Heilsuakademía. Keilir starfar samkvæmt þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið um kennslu á framhaldsskólastigi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×