Fótbolti

Guðlaugur Victor fékk frí frá verkefninu til vera með syni sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson hefði getað leikið sinn þrítugasta landsleik á móti Liechtenstein í október en dró sig út úr landsliðshópnum.
Guðlaugur Victor Pálsson hefði getað leikið sinn þrítugasta landsleik á móti Liechtenstein í október en dró sig út úr landsliðshópnum. Getty/Alex Grimm

Guðlaugur Victor Pálsson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem var tilkynntur í dag og verður því ekki með á móti Rúmeníu og Norður Makedóníu í undankeppni HM.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í fjarveru Guðlaugs Victors á blaðamannafundi í dag.

Það vakti talsverða athygli í síðasta verkefni þegar Guðlaugur Victor yfirgaf hópinn eftir leikinn á móti Armeníu en hann var ekki með á móti Liechtenstein.

Það er þó ekki ástæðan fyrir fjarveru Guðlaugs Victors að þessu sinni heldur fjölskylduástæður.

Guðlaugur Victor á son í Kanada og fékk leyfi til að eyða tíma með honum nú þegar strákurinn er á ferð í Evrópu.

Arnar Þór sagðist skilja vel ákvörðun Guðlaugs Victors og að hann sjálfur myndi setja börnin sína ofar en einhverja einstaka landsleiki.

Hjörtur Hermannsson er líka frá vegna fjölskylduástæðna að þessu sinni. Kona hans er að fara að eiga heima í Pisa á Ítalíu og ef hann fer út úr landinu þá þarf hann að fara í tveggja vikna sóttkví þegar hann kemur til baka.  Hjörtur fékk því frí frá þessu verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×