Ísak Máni Wium: Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur Sverrir Mar Smárason skrifar 4. nóvember 2021 20:19 Ísak Máni Wium var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍR-ingar unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í TM-hellinum í Breiðholti í kvöld. Bæði lið stigalaus fyrir leikinn svo Ísak Máni, afleysingaþjálfari ÍR, var sáttur með fyrsta sigurinn í leikslok. „Gríðarlega, gríðarlega mikilvægur sigur að sækja þessi tvö stig. Þetta var frekar ‚challenging‘ leikur eftir að hafa spilað við þá í bikarnum á mánudaginn, að mæta rétt ‚motiveraðir‘ í það þannig að þetta var bara mjög góður sigur og flott liðsframmistaða,“ sagði Ísak Máni. Leiknum lauk með 25 stiga heimasigri, 86-61, þar sem ÍR-liðið átti frábæran fyrri hálfleik og nýttu sér slæma skotnýtingu Þórsara. Ísak var ánægður með vörnina en liðið hefur átt í erfiðleikum með varnarleikinn í upphafi móts. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og bara menn að skjóta með sjálfstraustið í botni. Við erum 40% í þriggja stiga í fyrri hálfleik, það datt aðeins niður og sóknarleikurinn var ekki góður í síðari hálfleik. Fyrst og fremst var þetta samt bara vörnin. Við fengum á okkur 89 stig á móti þessu liði á mánudaginn og gerðum okkar áherslubreytingar varnarlega sem virkuðu að mínu mati bara mjög vel. Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur,“ sagði Ísak. Sigvaldi Eggertsson var lang stigahæstur í leiknum en hann skoraði 25 stig. Shakir Smith sá um að stýra leik liðsins, dreyfa boltanum og hann átti 12 stoðsendingar. Lykilmenn sem allir viti hvað geti að mati Ísaks. „Það vita allir hvað Sigvaldi getur, vantar kannski bara smá ‚consistant‘ í þetta og allavega í undanförnum tveimur leikjum þá hefur hann verið virkilega flottur. Hann hefur allavega verið að setja skotin og fá skotin líka. Shakir er að dreyfa boltanum vel svo ég er bara mjög ánægður með þá tvo,“ sagði Ísak um leikmennina tvo. Líkt og fyrr segir var ÍR-liðið stigalaust fyrir leikinn og unnu þar með sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld. Nýverið hætti Borce Illievski sem þjálfari liðsins og enn er óvíst hver tekið við. Ísak segist ekki vera tilbúinn til þess eins og stendur. „Ég held að menn geti bara alltaf verið bjartsýnir í Breiðholtinu. Hér er gott bakland. Ég veit ekkert hvernig þjálfaramálin standa en þetta lið sýnir það bara í dag, og ég veit að Þór er ekkert sterkasta liðið í deildinni, en það er í fínasta breidd í okkar liði og fínustu einstaklingsgæði. Ég held að menn ættu bara að vera bjartsýnir,“ sagði Ísak og þá spurði fréttamaður hvort Ísak tæki ekki bara sjálfur við liðinu. „Nei, það er bara ákveðið. Ég ætla ekki að taka þetta, allavega ekki eins og staðan er núna,“ svaraði Ísak Máni. Subway-deild karla ÍR Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
„Gríðarlega, gríðarlega mikilvægur sigur að sækja þessi tvö stig. Þetta var frekar ‚challenging‘ leikur eftir að hafa spilað við þá í bikarnum á mánudaginn, að mæta rétt ‚motiveraðir‘ í það þannig að þetta var bara mjög góður sigur og flott liðsframmistaða,“ sagði Ísak Máni. Leiknum lauk með 25 stiga heimasigri, 86-61, þar sem ÍR-liðið átti frábæran fyrri hálfleik og nýttu sér slæma skotnýtingu Þórsara. Ísak var ánægður með vörnina en liðið hefur átt í erfiðleikum með varnarleikinn í upphafi móts. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og bara menn að skjóta með sjálfstraustið í botni. Við erum 40% í þriggja stiga í fyrri hálfleik, það datt aðeins niður og sóknarleikurinn var ekki góður í síðari hálfleik. Fyrst og fremst var þetta samt bara vörnin. Við fengum á okkur 89 stig á móti þessu liði á mánudaginn og gerðum okkar áherslubreytingar varnarlega sem virkuðu að mínu mati bara mjög vel. Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur,“ sagði Ísak. Sigvaldi Eggertsson var lang stigahæstur í leiknum en hann skoraði 25 stig. Shakir Smith sá um að stýra leik liðsins, dreyfa boltanum og hann átti 12 stoðsendingar. Lykilmenn sem allir viti hvað geti að mati Ísaks. „Það vita allir hvað Sigvaldi getur, vantar kannski bara smá ‚consistant‘ í þetta og allavega í undanförnum tveimur leikjum þá hefur hann verið virkilega flottur. Hann hefur allavega verið að setja skotin og fá skotin líka. Shakir er að dreyfa boltanum vel svo ég er bara mjög ánægður með þá tvo,“ sagði Ísak um leikmennina tvo. Líkt og fyrr segir var ÍR-liðið stigalaust fyrir leikinn og unnu þar með sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld. Nýverið hætti Borce Illievski sem þjálfari liðsins og enn er óvíst hver tekið við. Ísak segist ekki vera tilbúinn til þess eins og stendur. „Ég held að menn geti bara alltaf verið bjartsýnir í Breiðholtinu. Hér er gott bakland. Ég veit ekkert hvernig þjálfaramálin standa en þetta lið sýnir það bara í dag, og ég veit að Þór er ekkert sterkasta liðið í deildinni, en það er í fínasta breidd í okkar liði og fínustu einstaklingsgæði. Ég held að menn ættu bara að vera bjartsýnir,“ sagði Ísak og þá spurði fréttamaður hvort Ísak tæki ekki bara sjálfur við liðinu. „Nei, það er bara ákveðið. Ég ætla ekki að taka þetta, allavega ekki eins og staðan er núna,“ svaraði Ísak Máni.
Subway-deild karla ÍR Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti