Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 10:01 Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið með fyrirliðabandið hjá þýska liðinu Schalke 04 en var einnig að spila mikilvægt hlutverk á miðju íslenska landsliðsins. Samsett/Getty/Roland Krivec&Alex Grimm Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. Arnar missti Guðlaug Victor Pálsson fyrir lokaleikinn í síðasta landsliðsglugga þar sem þýska félagið Schalke 04 vildi fá hann fyrr til baka. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Arnar um mál Guðlaugs Victors og þar kemur fram að hann hafi ætlað að velja miðjumanninn í hópinn fyrir komandi leiki. Guðlaugur Victor er hins vegar ekki með af því hann fékk leyfi til að vera með syni sínum sem er frá Kanada en er nú á ferðinni í Evrópu. „Allir þessi leikmenn hafa mjög mikla ástríðu fyrir íslenska landsliðinu. Við verðum að búa til stemningu og orku aftur. Við plöntuðum fyrstu fræjunum í síðasta mánuði og það er þangað sem við viljum fara. Við viljum að leikmenn komi í landsliðið og séu ekki bara hundrað prósent heldur „all in“ í allt og öllu. Það er eitthvað sem snýr ekki bara að leikmönnum,“ sagði Arnar Þór við Svövu. Klippa: Arnar Þór: Ég á rétt á leikmönnunum „Við lendum í því í síðasta mánuði að Guðlaugur Victor fer heim. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn þegar þeir eru settir undir pressu frá félögunum sínum. Við verðum að gera félögunum grein fyrir því að þetta er ekkert í boði frá okkur. Það eru ákveðnar reglur hjá UEFA og FIFA og við eigum rétt á því að fá leikmennina. Við gerum ekki samþykkt það að félögin séu að narta í þá á meðan þeir eru hjá okkur. Þetta getur gerst einu sinni en þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að hafa sem einhverja vinnureglu í framtíðinni. Það er alveg ljóst,“ sagði Arnar Þór. „Við hefðum valið Gulla núna. Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla. Ég er búinn að eiga mjög góð samtöl við Gulla síðan,“ sagði Arnar. „Það eina sem er í þessu er það sem ég var að reyna að útskýra áðan. Gulli var settur í þá stöðu að þurfa velja en hann á ekki að vera settur í þá stöðu. Ef hann er settur í þá stöðu þá er ég líka settur í þá stöðu sem landsliðsþjálfari. Ég verð að sýna það að ég er ekki að fara niður þann veg að hleypa mínum leikmönnum í burtu, hvenær sem klúbbunum sýnist svo að leikirnir séu ekki nógu mikilvægir þannig að þeir geti kallað leikmennina til baka,“ sagði Arnar. „Ég á rétt á leikmönnunum og ég vil nota þá þegar þeir eru hjá mér. Gulli lendir í því að vera á milli steins og sleggju og verður svolítið fórnarlamb þess að ég þarf að sýna líka að klúbbarnir megi reyna þetta aftur en leikmennirnir þurfa að vita það að þetta er ekki í boði,“ sagði Arnar. Það má sjá hluta úr viðtalinu hér fyrir ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Arnar missti Guðlaug Victor Pálsson fyrir lokaleikinn í síðasta landsliðsglugga þar sem þýska félagið Schalke 04 vildi fá hann fyrr til baka. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Arnar um mál Guðlaugs Victors og þar kemur fram að hann hafi ætlað að velja miðjumanninn í hópinn fyrir komandi leiki. Guðlaugur Victor er hins vegar ekki með af því hann fékk leyfi til að vera með syni sínum sem er frá Kanada en er nú á ferðinni í Evrópu. „Allir þessi leikmenn hafa mjög mikla ástríðu fyrir íslenska landsliðinu. Við verðum að búa til stemningu og orku aftur. Við plöntuðum fyrstu fræjunum í síðasta mánuði og það er þangað sem við viljum fara. Við viljum að leikmenn komi í landsliðið og séu ekki bara hundrað prósent heldur „all in“ í allt og öllu. Það er eitthvað sem snýr ekki bara að leikmönnum,“ sagði Arnar Þór við Svövu. Klippa: Arnar Þór: Ég á rétt á leikmönnunum „Við lendum í því í síðasta mánuði að Guðlaugur Victor fer heim. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn þegar þeir eru settir undir pressu frá félögunum sínum. Við verðum að gera félögunum grein fyrir því að þetta er ekkert í boði frá okkur. Það eru ákveðnar reglur hjá UEFA og FIFA og við eigum rétt á því að fá leikmennina. Við gerum ekki samþykkt það að félögin séu að narta í þá á meðan þeir eru hjá okkur. Þetta getur gerst einu sinni en þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að hafa sem einhverja vinnureglu í framtíðinni. Það er alveg ljóst,“ sagði Arnar Þór. „Við hefðum valið Gulla núna. Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla. Ég er búinn að eiga mjög góð samtöl við Gulla síðan,“ sagði Arnar. „Það eina sem er í þessu er það sem ég var að reyna að útskýra áðan. Gulli var settur í þá stöðu að þurfa velja en hann á ekki að vera settur í þá stöðu. Ef hann er settur í þá stöðu þá er ég líka settur í þá stöðu sem landsliðsþjálfari. Ég verð að sýna það að ég er ekki að fara niður þann veg að hleypa mínum leikmönnum í burtu, hvenær sem klúbbunum sýnist svo að leikirnir séu ekki nógu mikilvægir þannig að þeir geti kallað leikmennina til baka,“ sagði Arnar. „Ég á rétt á leikmönnunum og ég vil nota þá þegar þeir eru hjá mér. Gulli lendir í því að vera á milli steins og sleggju og verður svolítið fórnarlamb þess að ég þarf að sýna líka að klúbbarnir megi reyna þetta aftur en leikmennirnir þurfa að vita það að þetta er ekki í boði,“ sagði Arnar. Það má sjá hluta úr viðtalinu hér fyrir ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira