Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Eiður Þór Árnason skrifar 5. nóvember 2021 11:11 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um tvo klukkutíma. Þannig þurfa veitingastaðir með vínveitingaleyfi að loka klukkan ellefu og rýma staðinn á miðnætti. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Allt að 1.500 geta komið saman að því gefnu að allir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi og beri grímur. Svandís sagði ekkert því til fyrirstöðu að jólatónleikar fari fram og leikhús haldi starfsemi áfram sömuleiðis. Gildir í fjórar vikur Breytingar á grímuskyldu taka gildi á morgun líkt og áður segir en aðrar breytingar miðvikudaginn 10. nóvember. Gildir reglugerðin í fjórar vikur eða til og með 8. desember. Börn sem eru fimmtán ára og yngri eru undanþegin grímunotkun. Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, til dæmis hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu. Framhaldsskólanemar mega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa eins metra nálægðarreglu. Náðuðu þið samstöðu um þetta? „Það voru svona deildar meiningar um niðurstöðuna en ábyrgðin er hjá mér svo ég ber ábyrgð á niðurstöðunni,“ segir Svandís. Aðspurð um hvaða leið aðrir ráðherrar sem voru ósammála þessari ákvörðun hafi talað fyrir segir Svandís að þeir þurfi að tala fyrir sig. Hún bætir við að minnisblað sóttvarnalæknis hafa verið öðruvísi en áður. Til að mynda hafi hann farið yfir fyrri takmarkanir og lagt til að horft yrði til hverrar fyrir sig eða þeim blandað saman. Hún hafi valið að fara vissan meðalveg og upplýst Þórólf um það. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að hann telji hertar takmarkanir innanlands nauðsynlegar til að forða því að neyðarástand skapist í heilbrigðiskerfinu með ófyrirséðum aðgerðum. Ná þurfi daglegum fjölda smita niður í 40 til 50 og viðhalda þeirri stöðu með takmörkunum þar til betra ónæmi næst í samfélaginu með örvunarbólusetningum og náttúrulegri sýkingu. Aldrei fleiri greinst á einum degi 167 greindust innanlands með Covid-19 í gær og hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Sextán eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en voru sautján í gær. Fimm eru á gjörgæslu. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna þar sem fyrri ráðstafanir hafi virkað til að hægja á faraldrinum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill reyna að ná daglegum tilfellum niður í 40 til 50. Vísir/Egill „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnalæknir tilkynnti fyrr í dag að hann mæli nú með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis gegn Covid-19. Í tilkynningu sagði hann að Covid-19 tilfellum haldi áfram að fjölga og farið sé að bera á auknum alvarlegum veikindum, innlögnum og aukinni þörf fyrir gjörgæslumeðferð. Þess vegna sé gagnsemi örvunarbólusetningar til að efla varnir fólks orðin klár. Frá því að bylgja faraldursins sem nú gengur yfir tók að rísa um miðjan júlí hafa tæplega 7.300 greinst með Covid-19. Þá hafa um 160 lagst inn á sjúkrahús, 33 á gjörgæsludeild, 17 þurft á öndunarvél að halda og fjórir látist. Samantekt úr tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins Strax á miðnætti tekur gildi grímuskylda; skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, s.s. í fjölmennum verslunum, almenningssamgöngum og viðlíka. Einnig verður skylt að bera grímu á sitjandi viðburðum (tekur gildi frá og með 6. nóvember). - Börn 15 ára og yngri eru undanþegin grímunotkun. - Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, t.d. hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu enda er grímuskylda á viðskiptavinum. - Framhaldsskólanemar mega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa 1 metra nálægðarreglu. Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns: Á sitjandi viðburðum er heimilt að víkja frá eins metra nálægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu ef ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu (tekur gildi frá og með 10. nóvember). Sérstök heimild gildir áfram fyrir skólaskemmtunum í grunn- og framhaldsskólum með notkun hraðprófa. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru vínveitingar: Opnunartími styttist um 2 klst. og ber að loka kl. 23:00 og rýma staðina fyrir miðnætti. Tekin verður upp að nýju skráningarskylda gesta og skulu vínveitingar bornar til sitjandi gesta (tekur gildi frá og með 10. nóvember). Fréttin hefur verið uppfærð.
Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um tvo klukkutíma. Þannig þurfa veitingastaðir með vínveitingaleyfi að loka klukkan ellefu og rýma staðinn á miðnætti. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Allt að 1.500 geta komið saman að því gefnu að allir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi og beri grímur. Svandís sagði ekkert því til fyrirstöðu að jólatónleikar fari fram og leikhús haldi starfsemi áfram sömuleiðis. Gildir í fjórar vikur Breytingar á grímuskyldu taka gildi á morgun líkt og áður segir en aðrar breytingar miðvikudaginn 10. nóvember. Gildir reglugerðin í fjórar vikur eða til og með 8. desember. Börn sem eru fimmtán ára og yngri eru undanþegin grímunotkun. Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, til dæmis hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu. Framhaldsskólanemar mega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa eins metra nálægðarreglu. Náðuðu þið samstöðu um þetta? „Það voru svona deildar meiningar um niðurstöðuna en ábyrgðin er hjá mér svo ég ber ábyrgð á niðurstöðunni,“ segir Svandís. Aðspurð um hvaða leið aðrir ráðherrar sem voru ósammála þessari ákvörðun hafi talað fyrir segir Svandís að þeir þurfi að tala fyrir sig. Hún bætir við að minnisblað sóttvarnalæknis hafa verið öðruvísi en áður. Til að mynda hafi hann farið yfir fyrri takmarkanir og lagt til að horft yrði til hverrar fyrir sig eða þeim blandað saman. Hún hafi valið að fara vissan meðalveg og upplýst Þórólf um það. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að hann telji hertar takmarkanir innanlands nauðsynlegar til að forða því að neyðarástand skapist í heilbrigðiskerfinu með ófyrirséðum aðgerðum. Ná þurfi daglegum fjölda smita niður í 40 til 50 og viðhalda þeirri stöðu með takmörkunum þar til betra ónæmi næst í samfélaginu með örvunarbólusetningum og náttúrulegri sýkingu. Aldrei fleiri greinst á einum degi 167 greindust innanlands með Covid-19 í gær og hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Sextán eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en voru sautján í gær. Fimm eru á gjörgæslu. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna þar sem fyrri ráðstafanir hafi virkað til að hægja á faraldrinum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill reyna að ná daglegum tilfellum niður í 40 til 50. Vísir/Egill „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnalæknir tilkynnti fyrr í dag að hann mæli nú með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis gegn Covid-19. Í tilkynningu sagði hann að Covid-19 tilfellum haldi áfram að fjölga og farið sé að bera á auknum alvarlegum veikindum, innlögnum og aukinni þörf fyrir gjörgæslumeðferð. Þess vegna sé gagnsemi örvunarbólusetningar til að efla varnir fólks orðin klár. Frá því að bylgja faraldursins sem nú gengur yfir tók að rísa um miðjan júlí hafa tæplega 7.300 greinst með Covid-19. Þá hafa um 160 lagst inn á sjúkrahús, 33 á gjörgæsludeild, 17 þurft á öndunarvél að halda og fjórir látist. Samantekt úr tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins Strax á miðnætti tekur gildi grímuskylda; skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, s.s. í fjölmennum verslunum, almenningssamgöngum og viðlíka. Einnig verður skylt að bera grímu á sitjandi viðburðum (tekur gildi frá og með 6. nóvember). - Börn 15 ára og yngri eru undanþegin grímunotkun. - Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, t.d. hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu enda er grímuskylda á viðskiptavinum. - Framhaldsskólanemar mega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa 1 metra nálægðarreglu. Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns: Á sitjandi viðburðum er heimilt að víkja frá eins metra nálægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu ef ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu (tekur gildi frá og með 10. nóvember). Sérstök heimild gildir áfram fyrir skólaskemmtunum í grunn- og framhaldsskólum með notkun hraðprófa. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru vínveitingar: Opnunartími styttist um 2 klst. og ber að loka kl. 23:00 og rýma staðina fyrir miðnætti. Tekin verður upp að nýju skráningarskylda gesta og skulu vínveitingar bornar til sitjandi gesta (tekur gildi frá og með 10. nóvember). Fréttin hefur verið uppfærð.
Strax á miðnætti tekur gildi grímuskylda; skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, s.s. í fjölmennum verslunum, almenningssamgöngum og viðlíka. Einnig verður skylt að bera grímu á sitjandi viðburðum (tekur gildi frá og með 6. nóvember). - Börn 15 ára og yngri eru undanþegin grímunotkun. - Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, t.d. hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu enda er grímuskylda á viðskiptavinum. - Framhaldsskólanemar mega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa 1 metra nálægðarreglu. Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns: Á sitjandi viðburðum er heimilt að víkja frá eins metra nálægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu ef ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu (tekur gildi frá og með 10. nóvember). Sérstök heimild gildir áfram fyrir skólaskemmtunum í grunn- og framhaldsskólum með notkun hraðprófa. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru vínveitingar: Opnunartími styttist um 2 klst. og ber að loka kl. 23:00 og rýma staðina fyrir miðnætti. Tekin verður upp að nýju skráningarskylda gesta og skulu vínveitingar bornar til sitjandi gesta (tekur gildi frá og með 10. nóvember).
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51 Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr. 5. nóvember 2021 08:16 Sextán ára og eldri fái örvunarskammt Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. Veita eigi þann skammt sex mánuðum frá grunnbólusetningu gegn Covid-19. 5. nóvember 2021 10:26 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51
Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr. 5. nóvember 2021 08:16
Sextán ára og eldri fái örvunarskammt Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. Veita eigi þann skammt sex mánuðum frá grunnbólusetningu gegn Covid-19. 5. nóvember 2021 10:26