Fótbolti

Tuchel: Burnley voru heppnir

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Thomas Tuchel var vonsvikinn í leikslok
Thomas Tuchel var vonsvikinn í leikslok EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA

Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var að vonum vonsvikinn eftir að Chelsea mistókst að sigra Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Tuchel, sem liggur sjaldnast á skoðunum sínum sagði í viðtali eftir leik að Burnley hefðu verið stálheppnir:

„Svona úrslit eru ástæða þess að allir elska fótbolta. lið getur stolið stigum ef hitt liðið gleymir að skora mörk sem það á skilið að skora. Við spiluðum frábæran leik svo ég er virkilega vonsvikinn að hafa ekki náð að sigra“, sagði Tuchel eftir leik.

Aðspurður sagði Tuchel að Burnley hefðu verið heppnir.

„Ef við spilum þennan leik 100 sinnum þá vinnum við 99 sinnum. Í dag unnum við ekki. Hefðum við náð að skora annað mark þá hefðum við gert úti um leikinn. Þú gætir alltaf klikkað misst af einum bolta, einni fyrirgjöf. Þetta er okkar sök, ef við nýtum færin þá vinnum við þennan leik. Burnley öðlaðist trú á því að þær gætu komið inn einu marki með heppni og það er það sem gerðist.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×